Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Palestínumenn samþykkja tillögu um vopnahlé

Lát­laus­ar árás­ir dynja á Gaza-borg. Á síð­asta sól­ar­hring hafa fimm lát­ist af völd­um vannær­ing­ar. Ham­as gerði eng­ar breyt­ing­ar á til­lögu um vopna­hlé, en krefst þess að í kjöl­far­ið taki frið­ar­við­ræð­ur við.

Palestínumenn samþykkja tillögu um vopnahlé

Látlausar árásir hafa dunið á Gaza-borg yfir helgina. Þá hafa fimm látist af völdum vannæringar á síðasta sólarhring, þar á meðal tvö börn. Amnesty International sakar Ísrael um að svelta fólk vísvitandi. Viðræður um vopnahlé hafa farið fram í Egyptalandi, eftir að Benjamin Netanyahu fékk samþykkta áætlun um að taka yfir Gaza. Nú hefur AFP-fréttastofan eftir heimildum að Hamas hafi samþykkt tillögu að vopnahléi.  

„Hamas hefur afhent svar sitt til milligöngumanna, þar sem staðfest er að Hamas samþykki nýja vopnahléstillögu án þess að krefjast breytinga,“ sagði heimildarmaður við AFP. Hann er sagður tengjast Hamas en hafa óskað nafnleyndar.

Þá var haft eftir palenstínskum heimildarmanni sem hefur upplýsingar um viðræðurnar að milligöngumenn muni „væntanlega tilkynna að samkomulag hafi náðst og ákveða hvaða dagsetningu viðræður hefjast á ný.“

Heimildarmaðurinn bætti við að „milligöngumenn hafi veitt Hamas tryggingar um að vopnahlé yrði komið á, ásamt skuldbindingu um að hefja aftur viðræður til að leita varanlegrar lausnar.“

Engin viðbrögð hafa borist frá ísraelskum stjórnvöldum vegna málsins.

Hjálpargögnum varpað niður með fallhlíf Hjálpargögnum er varpað niður með fallhlíf úr herflugvél yfir Nuseirat fyrir miðju Gaza-strandarinnar, sem Ísrael hefur setið um. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Ísrael um að framfylgja „vísvitandi stefnu“ um hungursneyð á Gaza, þar sem Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við hungursneyð á palestínsku svæði. Ísrael takmarkar aðstoð sem leyfð er inn á Gaza-ströndina en hafnar því engu að síður að hungursneyð ríki á Gaza.

Tilraunir fulltrúa frá Egyptalandi og Katar, ásamt Bandaríkjunum, hafa hingað til ekki skilað þeim árangri að hægt sé að að tryggja varanlegt vopnahlé í stríðinu, sem nú hefur staðið yfir í 22 mánuði og skapað alvarlega mannúðarkrísu á Gaza-svæðinu.

Annar palestínskur embættismaður sagði fyrr í dag við AFP að milligöngumenn hefðu lagt til 60 daga vopnahlé og gíslalosun í tveimur lotum.

Heimildarmaður úr palestínskri vígahreyfingu sem hefur barist við hlið Hamas í Gaza, sagði við AFP að áætlunin fæli í sér 60 daga vopnahlé og að „tíu ísraelskir gíslar yrðu látnir lausir á lífi,“ auk þess sem lík nokkurra Ísraelsmanna yrðu afhent.

Samkvæmt sama heimildarmanni yrðu „þeir gíslar sem eftir væru látnir lausir í annarri ­umferð, með því skilyrði að tafarlausar viðræður hæfust um víðtækara samkomulag,“ um varanleg stríðslok. „Með alþjóðlegum tryggingum,“ bætti hann við.

Af 251 gíslum sem Hamas tók til fanga í árásinni þann 7. október 2023, eru 49 enn í haldi. Af þeim telur ísraelski herinn að 27 séu látnir.

Árás Hamas leiddi til dauða 1.219 manns. Flestir þeirra voru óbreyttir borgarar, samkvæmt samantekt AFP sem byggði á opinberum tölum. Frá þeim tíma hefur Ísrael drepið meira en 62 þúsund Palestínumenn, sem voru einnig flestir óbreyttir borgarar, samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza, sem Sameinuðu þjóðirnar telja áreiðanlegar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $400.000 í tekjum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.
Rannsakar bleikþvott Ísraels
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár