Palestínumenn samþykkja tillögu um vopnahlé

Lát­laus­ar árás­ir dynja á Gaza-borg. Á síð­asta sól­ar­hring hafa fimm lát­ist af völd­um vannær­ing­ar. Ham­as gerði eng­ar breyt­ing­ar á til­lögu um vopna­hlé, en krefst þess að í kjöl­far­ið taki frið­ar­við­ræð­ur við.

Palestínumenn samþykkja tillögu um vopnahlé

Látlausar árásir hafa dunið á Gaza-borg yfir helgina. Þá hafa fimm látist af völdum vannæringar á síðasta sólarhring, þar á meðal tvö börn. Amnesty International sakar Ísrael um að svelta fólk vísvitandi. Viðræður um vopnahlé hafa farið fram í Egyptalandi, eftir að Benjamin Netanyahu fékk samþykkta áætlun um að taka yfir Gaza. Nú hefur AFP-fréttastofan eftir heimildum að Hamas hafi samþykkt tillögu að vopnahléi.  

„Hamas hefur afhent svar sitt til milligöngumanna, þar sem staðfest er að Hamas samþykki nýja vopnahléstillögu án þess að krefjast breytinga,“ sagði heimildarmaður við AFP. Hann er sagður tengjast Hamas en hafa óskað nafnleyndar.

Þá var haft eftir palenstínskum heimildarmanni sem hefur upplýsingar um viðræðurnar að milligöngumenn muni „væntanlega tilkynna að samkomulag hafi náðst og ákveða hvaða dagsetningu viðræður hefjast á ný.“

Heimildarmaðurinn bætti við að „milligöngumenn hafi veitt Hamas tryggingar um að vopnahlé yrði komið á, ásamt skuldbindingu um að hefja aftur viðræður til að leita varanlegrar lausnar.“

Engin viðbrögð hafa borist frá ísraelskum stjórnvöldum vegna málsins.

Hjálpargögnum varpað niður með fallhlíf Hjálpargögnum er varpað niður með fallhlíf úr herflugvél yfir Nuseirat fyrir miðju Gaza-strandarinnar, sem Ísrael hefur setið um. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Ísrael um að framfylgja „vísvitandi stefnu“ um hungursneyð á Gaza, þar sem Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við hungursneyð á palestínsku svæði. Ísrael takmarkar aðstoð sem leyfð er inn á Gaza-ströndina en hafnar því engu að síður að hungursneyð ríki á Gaza.

Tilraunir fulltrúa frá Egyptalandi og Katar, ásamt Bandaríkjunum, hafa hingað til ekki skilað þeim árangri að hægt sé að að tryggja varanlegt vopnahlé í stríðinu, sem nú hefur staðið yfir í 22 mánuði og skapað alvarlega mannúðarkrísu á Gaza-svæðinu.

Annar palestínskur embættismaður sagði fyrr í dag við AFP að milligöngumenn hefðu lagt til 60 daga vopnahlé og gíslalosun í tveimur lotum.

Heimildarmaður úr palestínskri vígahreyfingu sem hefur barist við hlið Hamas í Gaza, sagði við AFP að áætlunin fæli í sér 60 daga vopnahlé og að „tíu ísraelskir gíslar yrðu látnir lausir á lífi,“ auk þess sem lík nokkurra Ísraelsmanna yrðu afhent.

Samkvæmt sama heimildarmanni yrðu „þeir gíslar sem eftir væru látnir lausir í annarri ­umferð, með því skilyrði að tafarlausar viðræður hæfust um víðtækara samkomulag,“ um varanleg stríðslok. „Með alþjóðlegum tryggingum,“ bætti hann við.

Af 251 gíslum sem Hamas tók til fanga í árásinni þann 7. október 2023, eru 49 enn í haldi. Af þeim telur ísraelski herinn að 27 séu látnir.

Árás Hamas leiddi til dauða 1.219 manns. Flestir þeirra voru óbreyttir borgarar, samkvæmt samantekt AFP sem byggði á opinberum tölum. Frá þeim tíma hefur Ísrael drepið meira en 62 þúsund Palestínumenn, sem voru einnig flestir óbreyttir borgarar, samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza, sem Sameinuðu þjóðirnar telja áreiðanlegar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Við munum þurrka þá út“
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.
Þjóðarmorð á Gasa „kerfisbundið“ bælt niður á BBC
FréttirÁrásir á Gaza

Þjóð­armorð á Gasa „kerf­is­bund­ið“ bælt nið­ur á BBC

Centre for Media Monitor­ing seg­ir BBC sýna „tvö­falt sið­gæði“ í um­fjöll­un sinni um Ísra­el og Palestínu. Í nýrri skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar kem­ur fram að dauðs­föll Palestínu­manna telj­ist ekki jafn frétt­næm og dauðs­föll Ísra­els­manna og að ásak­an­ir um þjóð­armorð Ísra­els­rík­is á Gasa séu kerf­is­bund­ið bæld­ar nið­ur.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár