Á undanförnum dögum hefur Ísraelsher hert árásir á Gaza með það að marki að „klára verkið og fullkomna ósigur Hamas,“ eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, orðaði það.
Í lok júlí höfðu um 63 þúsund íbúar á svæðinu látist í stríðinu sem hefur nú staðið yfir í 22 mánuði. Á miðvikudag voru minnst 75 manns drepnir, samkvæmt yfirvöldum í Gaza. Og í dag hafa 41 nú þegar látist í árásum frá dögun, þar af 16 í leit að mannúðaraðstoð, segir í samantekt Al Jazeera.
Samkvæmt upphaflegri áætlun Netanyahu stóð til að taka yfir allt Gaza svæðið en vegna andstöðu við þær fyrirætlanir var ákveðið að taka fyrst yfir Gaza-borg. Ekki hefur verið gefin upp nákvæm tímasetning á því hvenær ísraelski herinn mun hertaka Gaza-borg, þar sem þúsundir hafa leitað skjóls á stríðstímum. Þar hefur hernámsliðið nú þegar aukið hernaðaraðgerðir gegn almennum borgurum. Upplýsingafulltrúi Hamas, Ismail Al-Thawabta, sagði árásirnar skapa …
Athugasemdir