Stjórnandi hjá Skildi Íslands flytur ræðu á Austurvelli

Sveinn Hjört­ur Guð­finns­son er einn af tals­mönn­um hóps­ins Skjöld­ur Ís­lands og ræðu­mað­ur á næsta fundi Ís­lands þvert á flokka. Hann hef­ur kom­ið víða við í póli­tík, í Fram­sókn­ar­flokkn­um, Mið­flokkn­um og Lýð­ræð­is­flokkn­um.

Stjórnandi hjá Skildi Íslands flytur ræðu á Austurvelli
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Sveinn Hjörtur sinnti öryggisgæslu á fundi Íslands þvert á flokka 14. júní en Baldur Borgþórsson, sem hann hefur verið með í Miðflokknum og Lýðræðisflokknum, er í bakgrunni.

Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem hætti í flokknum ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, mun flytja ræðu á fundi Íslands þvert á flokka á Austurvelli á laugardag.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er skýrasta tengingin á milli hópsins Íslands þvert á flokka, sem staðið hefur fyrir mótmælum gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd á Austurvelli, og Skjaldar Íslands, hóps manna sem hafa vakið athygli fyrir að ganga einkennisklæddir um miðborg Reykjavíkur til að fylgjast með meintum glæpum þessa þjóðfélagshóps.

Sveinn Hjörtur er stjórnarmaður og prókúruhafi Íslands þvert á flokka og einnig stjórnandi Facebook-hóps Skjaldar Íslands og hefur komið opinberlega fram fyrir hópinn í viðtölum. Hann hefur sinnt gæslu á mótmælum Íslands þvert á flokka ásamt fleirum, meðal annars öðrum talsmanni Skjaldar Íslands, Sindra Daða Rafnssyni, sem hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir vopnað bankarán í Danmörku árið 1999.

Skjöldur Íslands breytti nýverið um merki en það fyrra var járnkrossinn sem var notaður af nasistum í Þýskalandi og nýnasistum seinna meir, þó að táknið hafi einnig aðrar og eldri skírskotanir. „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu við merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður,“ sagði í yfirlýsingu Skjaldar Íslands til fjölmiðla.

„Múslimar farnir að ögra menningu þjóða, níða sögu þeirra og fara í hálfgert stríð“

Í yfirlýsingunni segir hópurinn umsækjendur um alþjóðlega vernd „níða og misnota samfélag okkar, innviði og menningu“ og segja ástandið stjórnlaust. „Um allan heim eru t.d. múslimar farnir að ögra menningu þjóða, níða sögu þeirra og fara í hálfgert stríð með sínum aðferðum sem eru þannig að fólki blöskrar,“ sagði ennfremur í yfirlýsingunni.

Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði um meira en helming á milli áranna 2023 og 2024 og fóru úr 4168 í 1944. Þeim virðist ætla að fækka enn meira í ár en það sem af er ári hafa 629 borist en aðeins 87 manns verið veitt alþjóðleg vernd, samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Meira en helmingur umsókna í ár varða fólk frá Úkraínu, eða 337, en þar á eftir hafa 74 umsóknir borist frá venesúelskum umsækjendum og jafn mikið frá palestínskum.

Fylgdi Sigmundi Davíð úr Framsókn

Eins og Heimildin hefur greint frá hafa ræðumenn Íslands þvert á flokka leitað sjónarmiðum sínum farveg innan stjórnmálaflokka á Íslandi um nokkurt skeið.

Sveinn Hjörtur hefur lengi látið sig stjórnmál varða og var virkur í Framsóknarflokknum um tíma og studdi Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Þegar Sigmundur Davíð tapaði í formannskosningum gegn Sigurði Inga Jóhannssyni árið 2016 og stofnaði Miðflokkinn lét Sveinn það verða sitt fyrsta verk að segja sig úr flokknum.

Hann bauð sig í kjölfarið fram fyrir Miðflokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur og var þar varaborgarfulltrúi ásamt öðrum forsprakka Íslands þvert á flokka, Baldri Borgþórssyni. Báðir áttu eftir að segja sig úr flokknum, Sveinn árið 2021.

Frambjóðendur Miðflokksins 2018Sveinn Hjörtur og Baldur eru báðir ræðumenn á fundi Íslands þvert á flokka.

„Þess­um kafla lífs míns er hér með lokið. Er ekki á leið í aðra flokka, ef ein­hver ætti það að vera yrði það HLH-flokk­ur­inn,“ skrif­aði hann á Facebook.

Í fyrra var Sveinn Hjörtur hins vegar búinn að skipta yfir í Lýðræðisflokkinn undir forystu Arnars Þórs Jónssonar og var kosningarstjóri flokksins fyrir kosningar í lok árs 2024. Þar var Baldur í framboði í 1. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Sigfús Aðalsteinsson, forsprakki Íslands þvert á flokka, hefur hins vegar stutt Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Hann hefur varið hópinn Skjöld Íslands og sagt hann „hóp sem lætur sér annt um Íslendinga og öryggi þeirra“.

Sigfús verður ræðumaður á fundinum á laugardag ásamt Sveini Hirti, Baldri, Davíð Bergmanni Davíðssyni unglingaráðgjafa og ónefndum ræðumanni sem einungis er titluð „áhyggjufull móðir“.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár