Gagnrýndu kynningu á skipulagi yfir sumartímann

Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­inni segja að breyt­ing­ar hafi ver­ið gerð­ar á skipu­lagi við Krumma­hóla eft­ir mik­ið sam­ráð sem íbú­ar göt­unn­ar kann­ast ekki við. Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks gagn­rýndu kynn­ing­una.

Gagnrýndu kynningu á skipulagi yfir sumartímann
Íbúar í Krummahólum Íbúar við götuna gagnrýna áform borgarinnar um byggingu sex íbúða á grasbala við Vesturhóla. Mynd: Víkingur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði gagnrýndu að skipulag við Krummahóla færi í kynningu yfir hásumar þegar íbúar ættu erfiðara með að kynna sér tillögurnar.

Eins og Heimildin greindi frá um helgina eru íbúar við Krummahóla ósáttir með þéttingaráform Reykjavíkurborgar í götunni. Sex íbúðir munu rísa á grasbala á horni Krummahóla og Vesturhóla í Efra-Breiðholti eftir samráðsferli frá 2015 en íbúarnar segjast fyrst hafa heyrt af áformunum nú í júní.

Stærsti hluti samráðsins mun hafa átt sér stað sumarið 2020 þegar Covid-19 heimsfaraldurinn stóð sem hæst. Engar athugasemdir bárust varðandi Krummahóla í öllu ferlinu en að sögn íbúa eru þeir mikið til aldraðir, öryrkjar og af erlendu bergi brotnir.

Fimmtudaginn 10. júlí síðastliðinn fjallaði borgarráð um tillögurnar. Þá var minna en mánuður liðinn frá því að viðmælendur Heimildarinnar úr hópi íbúa við Krummahóla heyrðu fyrst um áformin að eigin sögn en þeim barst bréf dagsett 18. júní frá umhverfis- og skipulagssviði um fyrirhugaðar heimsóknir arkitekta til að kynna þau fyrir íbúum og taka við spurningum.

Raunar hafði umhverfis- og skipulagsráð afgreitt málið 25. júní eða aðeins tveimur dögum eftir að arkiterkarnir gengu á fund við íbúa.

Í kynningu borgarinnar kom fram að byggingarmagn á reitnum hefði verið minnkað úr 12 íbúðum í sex frá fyrri uppdrætti en viðmælendur Heimildarinnar könnuðust ekki við að áður hafi til staðið að byggja 12 íbúðir á reitnum.

Gagnrýndu kynningu um hásumar

Á fundi borgarráðs var samþykkt auglýsing á tillögu á breyttu deiliskipulagi við Krummahóla. Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins, sem mynda meirihlutann í borginni ásamt Vinstri grænum, fögnuðu hugmyndinni.

„[...] voru breytingar gerðar eftir samtöl við íbúa“

„Uppbyggingarheimildir á lóðinni við Krummahóla voru skilgreindar í hverfisskipulagi Breiðholts sem unnið var í miklu samráði við íbúa,“ segir í bókun meirihlutans. „Nýjar tillögur að uppbyggingu á reitnum hafa nú verið felldar betur að nærumhverfinu með vönduðum arkitektúr. M.a. hefur verið létt verulega á byggingarmagni lóðarinnar, grænt yfirbragð hennar skýrt og gæði íbúða útfærð nánar. Í tillögunni eru sex fjölskylduíbúðir með 3-5 herbergjum í raðhúsum og parhúsi og voru breytingar gerðar eftir samtöl við íbúa og greiningu á hverskonar íbúðir vantar í hverfinu.“

Ekki kemur fram hvaða samtöl við íbúa um ræðir eða hvenær þau eiga að hafa átt sér stað.

Fyrirhugaðar íbúðirSex íbúðir rísa á reitnum þar sem nú er bílastæði og grasbali.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, gagnrýndu hins vegar áformin og sátu hjá við afgreiðslu. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma,“ segir í bókun þeirra. „Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PG
    Páll Gunnlaugsson skrifaði
    Gott væri, í tengslum við svona umfjöllun, að birta skipulagsuppdráttinn. Við sem lesum fréttina höfum engar forsendur til að meta hvort um sé að ræða "ofurþéttingu" eða byggingar á afgangssvæði sem enginn notar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár