Tesla býður vexti sem eru lægri en á húsnæðislánum

„Vaxta­átak“ Tesla á Ís­landi skák­ar bestu vöxt­um hús­næð­is­lána um 3 pró­sentu­stig.

Tesla býður vexti sem eru lægri en á húsnæðislánum
Elon Musk Opnar hér Tesla-verksmiðju í Þýskalandi. Mynd: EPA

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur hleypt af stokkunum svonefndu „vaxtaátaki“, þar sem kaupendum nýrra bifreiða bjóðast frá 5,99% óverðtryggðir vextir. Til samanburðar fá Íslendingar ekki lægri en 8% vexti þegar þeir kaupa húsnæði.

„Við kynnum nú okkar fyrsta vaxtaátak á Íslandi þar sem viðskiptavinum okkar gefst kostur á að fá fjármögnun með bílaláni með 5,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum á öllum nýjum Model 3 ökutækjum,“ segir Tesla í tilkynningu til fjölmiðla. 

Vextirnir eru hærri fyrir aðrar tegundir Tesla. Þannig fæst Model Y, sem er stærri en Model 3, með 6,99% óverðtryggðum vöxtum. 

„Sem dæmi er Model Y Long Range fjórhjóladrifinn nú fáanlegur með bílaláni á 6,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum frá 100.965 kr. á mánuði,“ segir í tilkynningu frá Tesla.

Um er að ræða breytilega vexti en ekki kemur fram undir hvaða kringumstæðum vextir hækka eða lækka.

Lánin eru til 84 mánaða og krefjast 20% útborgunar fyrir bílana. Model Y kostar frá …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þetta er til marks um mikið panikástand í herbúðum Tesla. Í Júlí hefur salan haldið áfram að dragast saman í Evrópu á öllum mörkuðum ef undan eru skilin löndin Noregur og Spánn. T.a.m. hefur sala í Hollandi minnkað um 62%. Svipað er upp á teningnum í Belgíu, Portúgal, Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi, þýskalandi og Ítaliu.

    Ég myndi aldrei kaupa Teslu og það hefur ekkert með bílana sjálfa að gera. Það er einfaldlega prinsippatriði hjá mér.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Enginn ætti að kaupa jafn lélega fjárfestingu og bíl fyrir lánsfé, sama hverjir vextirnir eru.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár