Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Tesla býður vexti sem eru lægri en á húsnæðislánum

„Vaxta­átak“ Tesla á Ís­landi skák­ar bestu vöxt­um hús­næð­is­lána um 3 pró­sentu­stig.

Tesla býður vexti sem eru lægri en á húsnæðislánum
Elon Musk Opnar hér Tesla-verksmiðju í Þýskalandi. Mynd: EPA

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur hleypt af stokkunum svonefndu „vaxtaátaki“, þar sem kaupendum nýrra bifreiða bjóðast frá 5,99% óverðtryggðir vextir. Til samanburðar fá Íslendingar ekki lægri en 8% vexti þegar þeir kaupa húsnæði.

„Við kynnum nú okkar fyrsta vaxtaátak á Íslandi þar sem viðskiptavinum okkar gefst kostur á að fá fjármögnun með bílaláni með 5,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum á öllum nýjum Model 3 ökutækjum,“ segir Tesla í tilkynningu til fjölmiðla. 

Vextirnir eru hærri fyrir aðrar tegundir Tesla. Þannig fæst Model Y, sem er stærri en Model 3, með 6,99% óverðtryggðum vöxtum. 

„Sem dæmi er Model Y Long Range fjórhjóladrifinn nú fáanlegur með bílaláni á 6,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum frá 100.965 kr. á mánuði,“ segir í tilkynningu frá Tesla.

Um er að ræða breytilega vexti en ekki kemur fram undir hvaða kringumstæðum vextir hækka eða lækka.

Lánin eru til 84 mánaða og krefjast 20% útborgunar fyrir bílana. Model Y kostar frá …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þetta hlýtur að sanna að svimandi háir vextir á lánum séu alls ekkert náttúrlögmál.

    Nú er auðveldlega og áhættulaust hægt að fá rúmlega 7% ársávöxtun á sparifé. Það þýðir að sá sem tekur svona bílalán á um 6% vöxtum í staðinn fyrir að staðgreiða bílinn og geymir sömu upphæð á sparireikningi hagnast sem nemur um 1% vaxtamuninum.

    Ódýrasta Tesla Model 3 kostar ca. 6 milljónir og hægt að fá 80% lán eða 4,8 milljónir til 7 ára en yfir það tímabil nemur þessi vaxtamunur a.m.k. rúmlega 346.000 kr. Ef við lítum á þetta sem ígildi afsláttar þá nemur hann um 5,8% af kaupverði ökutækisins.
    2
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þetta er til marks um mikið panikástand í herbúðum Tesla. Í Júlí hefur salan haldið áfram að dragast saman í Evrópu á öllum mörkuðum ef undan eru skilin löndin Noregur og Spánn. T.a.m. hefur sala í Hollandi minnkað um 62%. Svipað er upp á teningnum í Belgíu, Portúgal, Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi, þýskalandi og Ítaliu.

    Ég myndi aldrei kaupa Teslu og það hefur ekkert með bílana sjálfa að gera. Það er einfaldlega prinsippatriði hjá mér.
    5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Enginn ætti að kaupa jafn lélega fjárfestingu og bíl fyrir lánsfé, sama hverjir vextirnir eru.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár