Bað stjórn flokksins að íhuga stöðu sína

Fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins sá ekki til­efni til að víkja Karli Héðni Kristjáns­syni úr stjórn­inni að hans sögn eft­ir að hann greindi frá sam­bandi við unga konu.

Bað stjórn flokksins að íhuga stöðu sína
Karl Héðinn Kristjánsson og Gunnar Smári Egilsson Karl Héðinn, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, og Gunnar Smári Egilsson, sem missti sæti sitt í maí, standa hér bak í bak á átakafundi um félagið Vorstjörnuna 30. júní. Mynd: Golli

Karl Héðinn Kristjánsson segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins um að íhuga stöðu sína eftir að hann greindi frá sambandi sínu við unga konu.

Karl Héðinn tilkynnti í dag um afsögn sína sem formaður ROÐA, ungliðahreyfingar flokksins, vegna málsins.

Hann greindi frá því nýverið að hann hefði átt í sambandi við unga konu, að hans sögn 16 ára gamla, þegar hann var 22 ára á vegum ungliðahreyfingar Pírata í Svíþjóð árið 2017.

„Já, ég bað stjórnina að íhuga stöðu mína þar og þau sáu ekki tilefni til þess að víkja mér þaðan,“ segir Karl Héðinn í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. „Hins vegar er verið að mynda trúnaðarráð sem mun geta tekið á málum sem þessum en félagsmenn fara fram á það.“

„Þau sáu ekki tilefni til þess að víkja mér þaðan“

Hann bætir því við að framkvæmdastjórn flokksins vinni nú að því að trúnaðarráð flokksins komist í gagnið. „Það er ný stofnun innan flokksins sem var samþykkt á síðasta aðalfundi, og var lagabreytingartillaga ROÐA,“ segir Karl Héðinn.

Karl Héðinn var kosinn í framkvæmdastjórn flokksins á aðalfundi í maí þar sem mörgum af þeim sem stýrt höfðu flokknum var skipt út. Þar á meðal voru Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins og ritstjóri Samstöðvarinnar. Karl Héðinn hafði verið gagnrýninn á hans störf innan framkvæmdastjórnarinnar.

Síðan þá hafa miklar deilur geisað í flokknum, meðal annars um félagið Vorstjörnuna, sem þegið hefur hluta af styrkjum til flokksins sem borist hafa frá ríkissjóði og Reykjavíkurborg. Félagið er leigutaki í Bolholti 6 þar sem Samstöðin er til húsa og flokkurinn var með skrifstofur en eftir aðalfund í félaginu 30. júní komu stjórnarmenn í flokknum að luktum dyrum.

„Það hafa ýmis mál komið upp í gegnum tíðina og framkvæmdastjórn telur mikilvægt að það komist í gagnið í ljósi átakanna í flokknum,“ bætir Karl Héðinn við um trúnaðarráðið. „Við í ungliðadeildinni þá vildum raunverulega trúnaðarmenn sem væri hægt að leita til þegar erfið mál koma upp í samskiptum og hegðun innan flokksins.“

Hafa heimild til að vísa fólki úr flokknum

Á vef Sósíalistaflokksins er trúnaðarráði lýst sem trúnaðar- og aðhaldsafli hreyfingarinnar. „Hlutverk hennar er að skera úr um ágreiningsmál sem geta komið upp á milli félagsmanna. Trúnaðarráð skal beita sér fyrir vönduðum starfsháttum, góðum samskiptum, virðingu fyrir persónum og jafnrétti milli einstaklinga í starfi flokksins,“ segir á síðunni.

„[Mál gætu varðað] meinta ósæmilega framkomu félagsmanns við aðra félagsmenn eða á opinberum vettvangi“

„Mál sem trúnaðarráð gæti þurft að taka fyrir gætu varðað t.d meint afglöp stjórnarmanna í embætti eða meinta ósæmilega framkomu félagsmanns við aðra félagsmenn eða á opinberum vettvangi,“ segir ennfremur.

Trúnaðarráð hefur heimild til að veita félagsmönnum skriflega áminningu eða víkja þeim úr flokknum. „Að jafnaði skal félagsmönnum ekki vikið úr flokknum eða embætti nema að veittri a.m.k. einni áminningu nema um sérstaklega alvarleg tilvik ræði,“ segir á síðunni.

„Til að víkja einstakling úr flokknum skal trúnaðarráð almennt virkja slembivalinn 30 manna hóp til að fara yfir málið og meta réttmæti þess. Einstaklingurinn sem um ræðir hefur ávallt andmælarétt til að skýra sína hlið fyrir trúnaðarráði eða slembivaldna hópnum skyldi hópurinn vera kallaður til. Ef allir aðilar máls eru sammála að málefnið skuli vera leyst í trúnaði skal málið útkljáð af trúnaðarráði án aðkomu slembivalins hóps. Félagsmaðurinn hefur rétt til að skjóta ákvörðun um brottvísun sína til aðalfundar.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár