Þann 9. júlí sl. var níutíu daga fresturinn liðinn sem gefinn var á álagningu tollanna sem Trump ákvað að setja á heimsbyggðina alla eftir frelsisdaginn sinn mikla, í upphafi apríl. Tollarnir tóku samt ekki gildi þá eins og gert hafi verið ráð fyrir. Líkt og á við um flestar ákvarðanir valdamesta manns heims nú um stundir þá er ekkert að marka þær og svo er þeim breytt tvist og bast.
Sum lönd fengu boðun um meiri tolla og önnur betri tilboð og flest fengu frest til 1. ágúst nk.
Frá því að þessi nýja tekjuöflunarstefna Bandaríkjaforseta fyrir ríkissjóðinn hófst hefur líklega verið aukið á verðbólguþrýsting í heiminum og ýmsar breytingar eru ýmist í gangi eða í biðstöðu fyrir ólíkar framleiðslulínur í heimshagkerfinu.
Þannig er ljóst að margir viðskiptaaðilar halda að sér höndum meðan óvissan varir, en aðrir endurskipuleggja framleiðslu sína til að vera innan tollamúranna. Þannig er því til dæmis …
Athugasemdir (1)