Hún hefur gnæft yfir Vík í 90 ár, rauða og hvíta kirkjan sem Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði. Byggð úr steini og „stendur á svonefndu Skeri við Víkurkauptún, háttgnæfandi á fögrum stað“. Þannig var Víkurkirkju lýst í Lesbók Morgunblaðsins nokkrum dögum eftir að kirkjan var vígð. Það var í október 1934 en þremur árum fyrr hófust menn handa við að byggja kirkjuna og sagði í dagblöðum á þeim tíma að þaðan væri einkar fagurt útsýni.

Og það er útsýnið sem hefur dregið gríðarlegan fjölda ferðamanna að kirkjunni undanfarin misseri. Erlendir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að ýta undir aðsóknina með því að hvetja ferðamenn sem ætla að flakka um Suðurlandið til að fara að kirkjunni.
Furðulegt háttalag sumra ferðamanna
Á samfélagsmiðlum er oft talað um rauðu og hvítu kirkjuna sem …
Athugasemdir