Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Vegir sem valda banaslysum

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Vegir sem valda banaslysum
Einbreið brú yfir Virkisá Einbreiðar brýr geta valdið slysahættu. Mynd: Golli

Björgunarsveitarfólk hefur í áraraðir verið fyrsta viðbragð í Öræfunum en næsta sjúkrabíl hefur verið að finna á Kirkjubæjarklaustri í um það bil 45 mínútna fjarlægð og síðan á Höfn í Hornafirði. Frá árinu 2023 hefur sjúkrabíll verið starfræktur í Öræfunum yfir sumartímann. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lagt til að heilsársviðbragð verði á svæðinu. Írisi Ragnarsdóttur Pedersen og Árna Stefáni Haldorsen björgunarsveitarfólk og íbúum í Öræfunum þykir jákvæð þróun að fá sjúkrabíl allt árið en segja vandamálið vera vegina. 

Þrátt fyrir fyrirhugaðar úrbætur þýða þær ekki að alvarlegum slysum muni endilega fækka. Íris og Árni segja að það þurfi að gera veginn um svæðið öruggari, en samkvæmt tölum frá Vegagerðinni keyra um 1.850 bílar á dag að meðaltali í Öræfunum en til samanburðar var meðaltalið rúmlega 400 bílar á dag árið 2010. „Hérna er vegurinn jafnbreiður og hann var þegar hringvegurinn var gerður 1974,“ segir Íris.  

Árni segir að það hafi verið …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $368.000 í tekjum.
    -1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "Vegir sem valda banaslysum"? Það þarf víða að bæta aðstæður og gera vegi öruggari en það er ekki vegurinn sem veldur slysi það er ökumaðurinn sem EKKI tekur mið af aðstæðum sem er gerandinn.
    0
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Það er átakanlegt að lesa frásagnir frá björgunarsveitinni Kára í Öræfunum um geigvænlega háa slysatíðni á Suðurlandsvegi, einkum vegna alls ófullnægjandi vega sem uppfylla enga staðla miðað við þessa miklu umferð.
    Ég á yndislegar minningar úr Öræfunum frá því ég var þar í sveit (kúreki) og sumrum unglingsáranna eyddi ég við brúarsmíði á Skeiðarársandi í Öræfunum, í þessari ægifögru sveit. Þessar fréttir af hörmulegum slysum á Suðurlandsveginum hryggja mig mjög og varpa skugga á yndislegar minningar úr sveitinni undir Öræfajökli.
    Eins og segir í viðtalinu: „Ætlum við að halda áfram að láta þetta gerast þegar vandamálið er frekar augljóst? Vegirnir eru alltof mjóir og við erum með of margar einbreiðar brýr enn þá.“ „Við fáum sjúkrabíla og það er frábært en það mun samt ekki koma í veg fyrir slysin. Vandinn er vegirnir“.
    Umferðin á Suðurlandsveginum hefur margfaldast á rúmum áratug vegna fjölgunar ferðamanna. Í dag eru taldir 1850 bílar á dag en voru 400 bílar á dag 2010. Umferðin er orðin margfalt meiri um mjóa vegina en staðlar gera ráð fyrir að vegirnir beri. Slysatíðnin er óbærilega há vegna þessa. Frá 2014-2024 létust eða slösuðust alvarlega 107 manns á Suðurlandsveginum, bara í Öræfunum. Vegirnir hafa verið nánast óbreyttir í rúma hálfa öld frá því Skeiðarársandur var brúaður.
    Ef miðað er við spár um fjölgun ferðamanna á næstu árum má vænta þess að ferðamannafjöldinn tvöfaldist á næsta rúma áratug. Ef endurnýja ætti Suðurlandsveg þannig að hann þyldi þessa umferð myndi það kosta hundruð milljarða króna. Sá gríðarlegi peningur er ekki til í dag og þeir fjármunir sem þyrfti í vegagerð til að anna þessari miklu og hröðu fjölgun ferðamanna verða aldrei til, upphæðin er þvílík.
    Eina raunhæfa og ásættanlega lausnin er að hægja á þessari öru og stjórnlausu fjölgun ferðamanna. Undanfarinn rúman áratug hefur fjölgun ferðamanna per íbúa verið 5 sinnum meiri en í nokkru öðru Norður-Evrópulandi. Innviðir landsins, vegir, fasteignamarkaður og fleiri innviðir ráða alls ekki við þessa öru fjölgun og öll þenslan og innviðaskuldir þessu tengd kyndir svo undir verðbólguna.
    Á meðan Ísland nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna og gistirými virðist alltaf nægt, þá ræður afkastageta Keflavíkurflugvallar (ISAVIA) mestu um fjölda ferðamanna. ISAVIA er í eigu íslenska ríkisins. Stjórnvöld ættu því að geta haft eitthvað að segja um stækkun og afkastagetu flugvallarins. Hagnaður af rekstri flugstöðvarinnar og meira til hefur hingað til runnið í fjárfestingar til að auka afkastagetu flugvallarins. Ef hægt væri á vexti flugvallarins gæti flugstöðin skilað árlegum arði í ríkiskassann sem næmi meiru en hækkuninni á veiðigjaldi sjávarútvegarins sem mikið var þrefað um á Alþingi í mestallt sumar. Aur sem mætti nota í endurbætur á Suðurlandsvegi. ISAVIA hefur oft gefið út spár um ferðamannafjölda, en í raun eru það framkvæmdir ISAVIA við aukningu afkastagetu flugvallarins sem að mestu ráða ferðamannafjöldanum (sem auðvitað passar svo við spárnar). Réttara væri því að tala um áætlanir ISAVIA um afkastagetu og ferðamannafjölda frekar en spár.
    Mjög brýnt er að ríkisstjórnin marki sér stefnu til lengri tíma um fjölgun ferðamanna þar sem tekið er mið af áhrifum hratt fjölgandi fjölda ferðamanna á alla innviði, t.d. fasteignamarkað, þenslu á byggingamarkaði, samgöngukerfi, skólakerfi (fólksfjölgun, börn erlendra starfsmanna), heilbrigðiskerfi, löggæslu, áhrif þenslu á verðbólgu o.fl.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár