Vegir sem valda banaslysum

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Hall­dórs­son í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Vegir sem valda banaslysum
Einbreið brú yfir Virkisá Einbreiðar brýr geta valdið slysahættu. Mynd: Golli

Björgunarsveitarfólk hefur í áraraðir verið fyrsta viðbragð í Öræfunum en næsta sjúkrabíl hefur verið að finna á Kirkjubæjarklaustri í um það bil 45 mínútna fjarlægð og síðan á Höfn í Hornafirði. Frá árinu 2023 hefur sjúkrabíll verið starfræktur í Öræfunum yfir sumartímann. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lagt til að heilsársviðbragð verði á svæðinu. Írisi Ragnarsdóttur Pedersen og Árna Stefáni Haldorsen björgunarsveitarfólk og íbúum í Öræfunum þykir jákvæð þróun að fá sjúkrabíl allt árið en segja vandamálið vera vegina. 

Þrátt fyrir fyrirhugaðar úrbætur þýða þær ekki að alvarlegum slysum muni endilega fækka. Íris og Árni segja að það þurfi að gera veginn um svæðið öruggari, en samkvæmt tölum frá Vegagerðinni keyra um 1.850 bílar á dag að meðaltali í Öræfunum en til samanburðar var meðaltalið rúmlega 400 bílar á dag árið 2010. „Hérna er vegurinn jafnbreiður og hann var þegar hringvegurinn var gerður 1974,“ segir Íris.  

Árni segir að það hafi verið …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Það er átakanlegt að lesa frásagnir frá björgunarsveitinni Kára í Öræfunum um geigvænlega háa slysatíðni á Suðurlandsvegi, einkum vegna alls ófullnægjandi vega sem uppfylla enga staðla miðað við þessa miklu umferð.
    Ég á yndislegar minningar úr Öræfunum frá því ég var þar í sveit (kúreki) og sumrum unglingsáranna eyddi ég við brúarsmíði á Skeiðarársandi í Öræfunum, í þessari ægifögru sveit. Þessar fréttir af hörmulegum slysum á Suðurlandsveginum hryggja mig mjög og varpa skugga á yndislegar minningar úr sveitinni undir Öræfajökli.
    Eins og segir í viðtalinu: „Ætlum við að halda áfram að láta þetta gerast þegar vandamálið er frekar augljóst? Vegirnir eru alltof mjóir og við erum með of margar einbreiðar brýr enn þá.“ „Við fáum sjúkrabíla og það er frábært en það mun samt ekki koma í veg fyrir slysin. Vandinn er vegirnir“.
    Umferðin á Suðurlandsveginum hefur margfaldast á rúmum áratug vegna fjölgunar ferðamanna. Í dag eru taldir 1850 bílar á dag en voru 400 bílar á dag 2010. Umferðin er orðin margfalt meiri um mjóa vegina en staðlar gera ráð fyrir að vegirnir beri. Slysatíðnin er óbærilega há vegna þessa. Frá 2014-2024 létust eða slösuðust alvarlega 107 manns á Suðurlandsveginum, bara í Öræfunum. Vegirnir hafa verið nánast óbreyttir í rúma hálfa öld frá því Skeiðarársandur var brúaður.
    Ef miðað er við spár um fjölgun ferðamanna á næstu árum má vænta þess að ferðamannafjöldinn tvöfaldist á næsta rúma áratug. Ef endurnýja ætti Suðurlandsveg þannig að hann þyldi þessa umferð myndi það kosta hundruð milljarða króna. Sá gríðarlegi peningur er ekki til í dag og þeir fjármunir sem þyrfti í vegagerð til að anna þessari miklu og hröðu fjölgun ferðamanna verða aldrei til, upphæðin er þvílík.
    Eina raunhæfa og ásættanlega lausnin er að hægja á þessari öru og stjórnlausu fjölgun ferðamanna. Undanfarinn rúman áratug hefur fjölgun ferðamanna per íbúa verið 5 sinnum meiri en í nokkru öðru Norður-Evrópulandi. Innviðir landsins, vegir, fasteignamarkaður og fleiri innviðir ráða alls ekki við þessa öru fjölgun og öll þenslan og innviðaskuldir þessu tengd kyndir svo undir verðbólguna.
    Á meðan Ísland nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna og gistirými virðist alltaf nægt, þá ræður afkastageta Keflavíkurflugvallar (ISAVIA) mestu um fjölda ferðamanna. ISAVIA er í eigu íslenska ríkisins. Stjórnvöld ættu því að geta haft eitthvað að segja um stækkun og afkastagetu flugvallarins. Hagnaður af rekstri flugstöðvarinnar og meira til hefur hingað til runnið í fjárfestingar til að auka afkastagetu flugvallarins. Ef hægt væri á vexti flugvallarins gæti flugstöðin skilað árlegum arði í ríkiskassann sem næmi meiru en hækkuninni á veiðigjaldi sjávarútvegarins sem mikið var þrefað um á Alþingi í mestallt sumar. Aur sem mætti nota í endurbætur á Suðurlandsvegi. ISAVIA hefur oft gefið út spár um ferðamannafjölda, en í raun eru það framkvæmdir ISAVIA við aukningu afkastagetu flugvallarins sem að mestu ráða ferðamannafjöldanum (sem auðvitað passar svo við spárnar). Réttara væri því að tala um áætlanir ISAVIA um afkastagetu og ferðamannafjölda frekar en spár.
    Mjög brýnt er að ríkisstjórnin marki sér stefnu til lengri tíma um fjölgun ferðamanna þar sem tekið er mið af áhrifum hratt fjölgandi fjölda ferðamanna á alla innviði, t.d. fasteignamarkað, þenslu á byggingamarkaði, samgöngukerfi, skólakerfi (fólksfjölgun, börn erlendra starfsmanna), heilbrigðiskerfi, löggæslu, áhrif þenslu á verðbólgu o.fl.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu