Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill steypa ríkisstjórninni af stóli

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir sem var með­al ræðu­manna á fund­um Ís­lands þvert á flokka gegn hæl­is­leit­end­um legg­ur til að næsti úti­fund­ur hóps­ins snúi að því að rík­is­stjórn­in víki, enda hafi kom­ið for­dæmi í Búsáhalda­bylt­ing­unni 2009.

Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill steypa ríkisstjórninni af stóli
Margrét Friðriksdóttir Ræðumaður Íslands þvert á flokka vill að hópurinn beiti sér gegn setu ríkisstjórnarinnar.

Ísland þvert á flokka, hópur sem hefur haldið tvo mótmælafundi á Austurvelli gegn hælisleitendum, ætti að beita sér fyrir að steypa ríkisstjórninni af stóli.

Þetta er mat Margrétar Friðriksdóttur, sem kom fram fyrir hönd hópsins á fyrsta fundi hans 31. maí. Hópurinn hélt annan fund 14. júní en þeim næsta var aflýst vegna sumarleyfa. Kröfur hópsins eru að stöðva komu hælisleitenda, loka landamærunum og binda enda á fjölskyldusameiningar.

Hópurinn lýsir sér sem samansafni fólks þvert á flokka en eins og Heimildin hefur fjallað um hafa flestir ræðumanna á fundum hópsins reynt að finna hugmyndum sínum farveg í flokkum á hægri væng stjórnmálanna.

„Hver verður næsta áhersla fundarins, að ríkisstjórnin víki, því hún hefur sýnt og sannað að hún ætlar ekki að gera neitt til að lagfæra hrun okkar kerfa, öllu heldur bæta í ófögnuðinn?“ spyr Margrét meðlimi Facebook-hóps Íslands þvert á flokka.

„Við höfum einu sinni áður sem ég man eftir steypt ríkisstjórn af stóli“

„Við höfum einu sinni áður sem ég man eftir steypt ríkisstjórn af stóli fyrir að standa sig ekki, og vegna þess er komið fordæmi og vel framkvæmanlegt ef viljinn en fyrir hendi,“ skrifar hún. „Krafan yrði: Farið að vinna fyrir þjóðina, fyrst og fremst, við eigum ekki að sæta afgangi í eigin landi. Ef þið eruð ekki fær um það, segið af ykkur, eða við rekum ykkur! Hvað finnst ykkur um þetta?“

Færsla Margrétar hefur fengið yfir hundrað „like“ og enginn sett sig á móti hugmyndinni um að ríkisstjórnin víki.

„Við rákum hana árið 2009 með hörðum mótmælum, af hverju ættum við ekki að geta það aftur?“ bætir Margrét við í athugasemd við færslu sína og vísar þar í Búsáhaldabyltinguna 2009 þegar mótmælendur börðu í potta til að mótmæla setu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í kjölfar bankahruns. Þá hafði krónan hrunið, neyðarlög verið sett og ríkisstjórnin leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánveitingar.

„Það er svik við þjóðina að vinna gegn vilja hennar,“ skrifar Margrét að lokum.

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins nýtur nú 62,6% stuðnings samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup í júní.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HÞÖH
    Hreiðar Þór Örsted Hreiðarsson skrifaði
    Hún segir: „Það er svik við þjóðina að vinna gegn vilja hennar.“ Hún virðist vera í þeirri blekkingu að hún sé þjóðin. Það er vel þekkt að verulegur meirihluti þjóðarinnar deilir ekki framtíðarsýn hennar og hugsjónum, sem hún er hér til að berjast gegn. Með eigin orðum flokkar hún sig þá sem svikara við þjóðina. Hún, og væntanlega félagar hennar virðast þjást af þversagnar og rökleysublindu. Hennar [haturs] orðræða er ekki nýlunda og er vel þekkt frá þriðja og fjórða áratugnum. Þegar þjóðernishyggjuorðræða þess tíma er endurvakin, þá er eðlilegt að setja það í þann flokk og viðeigandi réttnefni í umfjöllun og fréttaflutningi. Ekki satt?
    8
  • GE
    Guðmundur Einarsson skrifaði
    Flytja hana og hennar lið til Gaza.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár