Gæsluvarðhald yfir Margréti Löf var í dag framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það gert vegna rannsóknarhafsmuna.
Margrét var handtekin grunuð um að hafa banað föður sínum þann 11. apríl. Það eru því yfir ellefu vikur síðan hún var upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald og verður það í rúmar 15 vikur samkvæmt þessum nýjasta úrskurði.
Samkvæmt lögum er ekki hægt að úrskurða fólk í meira en tólf vikna gæsluvarðhald nema þegar búið er að höfða mál gegn því eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Margrét var upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, síðar vegna almannahagsmuna og nú aftur vegna rannsóknarhafsmuna.
Heimildin greindi frá því lok apríl að Margrét neitaði sök en hafi þó gengist við atvikalýsingum að hluta. Þá hafi hún ennfremur sagt að hún hafi ekki verið nálægt föður sínum þegar hann dó.
Athugasemdir