Sólveig Anna gagnrýnir Valkyrjurnar: „Skipanirnar koma frá Bandaríkjunum“

Formað­ur Efl­ing­ar seg­ir Ís­land vera lepp Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um og að ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sýni und­ir­gefni og hlýðni við að „hafa eft­ir þvæl­una“ um ógn­ina sem staf­ar af Ír­an.

Sólveig Anna gagnrýnir Valkyrjurnar: „Skipanirnar koma frá Bandaríkjunum“
Kristrún Frostadóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður Eflingar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir utanríkisstefnuna.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir Ísland vera leppríki Bandaríkjanna í utanríkismálum. Það eina sem skipti ríkisstjórn Íslands máli sé að sýna undirgefni og hlýðni.

Í færslu á Facebook í gær vísar Sólveig Anna í fréttaflutning síðustu daga þar sem leiðtogar ríkisstjórnarinnar tjáðu sig um sprengjuárásir Bandaríkjanna á Íran og árásir Ísraels og Íran hvort á annað. „Klerkarnir með kjarnavopn ógn við heimsfriðinn“ er fyrirsögn á viðtali Mbl.is við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um málið og „Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd“ fyrirsögn á viðtali Vísis við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

„Nú er búið að mata pólitíska leiðtoga Íslands á röflinu sem að þær eiga svo að mata okkur almenning á“

„Það er  satt best að segja alveg hræðilegt að aftur sé okkur smalað á þennan ógæfustað,“ skrifar Sólveiga Anna. „Nú er búið að mata pólitíska leiðtoga Íslands á röflinu sem að þær eiga svo að mata okkur almenning á. Líkt og áður skiptir engu máli hver stjórnar landinu – skipanirnar koma frá Bandaríkjunum og eina hlutverk ráðherrana er að hafa eftir þvæluna í þeirri von að við séum svo fáfróð og heimsk að við étum myglað orðasalatið án þess að kvarta.“

Hagsmunir venjulegra Íslendinga sé friður

Sólveig Anna segir staðreyndirnar skipta engu máli í þessu samhengi, hvað þá virðing fyrir alþjóðalögum og sáttmálum. „Það eina sem skiptir máli er að sýna undirgefni og hlýðni,“ skrifar hún. „Að útgjöld Írans til hernaðarmála séu sambærileg við útgjöld Úrúgvæ skiptir engu máli, „Klerkastjórnin“ er samt sú alhættulegasta og versta af öllum. Að í Íran búi meira en 90 milljónir af fólki, sem á ekki skilið að þurfa að lifa í ótta við að deyja vegna þess að Ísrael er stjórnað af stórhættulegum stríðsglæpamönnum skiptir engu máli. Að Íran sé ekki að framleiða kjarnorkuvopn, að allt alþjóðasamfélagið viti það, að Bandaríkin hafi þangað til fyrir skemmstu sagt að engar sannanir væru til staðar fyrir því að Íran ætlaði að framleiða kjarnorkuvopn skiptir engu máli.“

„Ísland er ávallt viljugt til að standa með Bandaríkjunum, sama hvaða sturlaða atburðarás er í gangi“

Hún segir stríð ekki aðeins munu leiða hörmungar yfir saklaust fólk heldur valda efnahagslegum skaða fyrir fólk alls staðar að. „Ekkert skiptir máli annað en að sanna með skýrum hætti að Ísland er ávallt viljugt til að standa með Bandaríkjunum, sama hvaða sturlaða atburðarás er í gangi, sama þó að saklaust fólk deyi, sama þó að hagsmunir venjulegra Íslendinga séu augljóslega fyrst og fremst þeir að vinna að friði á alþjóðavettvangi,“ skrifar hún. „Það er mikil skömm fyrir okkur að heimsbyggðin viti að við erum í utanríkismálum lítið annað en leppríki Bandaríkjanna.“

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Undirlægjuháttur Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar við Trump er til skammar. Undirlægjuháttur Þorgerðar Katrínar kemr ekki á óvart, hún studdi innrás Davíðs Oddssonar í Írak 2003 þegar hann fór á bak við þing og þjóð.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það er nú samt þannig að haustið 2021 vöruðu BNA eindregið við því að Putin muni ráðast á Ukrainu. Evrópumenn vildu ekki hlusta. Og svo kom febrúar 2022.
    Iran hefur staðið bak við þó nokkrar árásir í Evrópu, m.a. borga þeir sænskum glæpamönnum til að skjóta á sendiráð Israela. Ekki góð tilhugsun að vita af kjarnorkusprengjum í þeirra höndum.
    ESB hefur skýra afstöðu: Iranar mega ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum en til að ná því markmiði þarf að fara samningaleið og eftir alþjóðalögum.
    Hvort þessi stefna gengur upp og er raunsæ er svo annað mál.
    0
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Málið snýst fyrst og fremst um hvort USA eigi að vera alheimslögga eða ekki. Það er ekki góð tilhugsun heldur að kjarnorkuvopn séu í höndum ráðamanna Ísraels.
      0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Dapurlegt að einhver skuli yfirhöfuð vilja eiga kjarnorkuvopn.
    0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Held að BNA og Ísrael ættu að byrja á að eyðileggja eigin sprengjur.

    BNA þeir einu sem hafa notað slík vopn á fólk.
    2
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Aumingjaræflar með banana í rassinum, þ.e. íslenskir stjórnmálamenn. Taki það til sín sem eiga.
    0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Íslenskir stjórnmálamenn eru sennilega verri en engir og gera heiminn verri en ella, það held ég að hljóti að vera.
    0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Íslenskir stjórnmálamenn eru sennilega verri en engir og gera heiminn verri en ella, það held ég að hljóti að vera.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár