Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Vilja vísa veiðigjaldafrumvarpi frá

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í at­vinnu­vega­nefnd hafa lagt fram frá­vís­un­ar­til­lög­ur um frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem á að hækka veiði­gjöld.

Vilja vísa veiðigjaldafrumvarpi frá

Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson, vilja að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnar. Vísa þeir til þeirrar niðurstöðu Skattsins að frumvarpið muni afla ríkissjóði meiri tekna en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

„Mat atvinnuvegaráðuneytisins á áhrifum frumvarpsins miðaði við að veiðigjaldið myndi hækka um 7–8 milljarða kr. en ekki 12,6 milljarða kr. líkt og útreikningar Skattsins sýnir,“ segir í áliti þeirra tveggja í fyrsta minnihluta atvinnuveganefndar. „Í tilkynningu frá ráðuneytinu, dags. 16. júní sl., kemur fram að útreikningar Skattsins séu réttir en ekki þeir sem lágu til grundvallar við gerð frumvarpsins. Liggur því fyrir að þær forsendur sem lágu að baki frumvarpinu eru brostnar.“

„Forsendur sem lágu að baki frumvarpinu eru brostnar“

Atvinnuvegaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fiskistofa sendu á mánudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu til að útskýra þetta misræmi í útreikningum. Inn í tiltekna útreikninga hafi vantað ákveðnar forsendur frá Fiskistofu, sem leitt hafi til skekkju í niðurstöðu.

„Atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur upp á síðkastið sætt alvarlegum ásökunum í tengslum við þetta mál, m.a. um að hafa reynt að afvegaleiða löggjafann og að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi stofnanna ríkisins,“ sagði í tilkynningunni. „Slíkar ásakanir eru litnar mjög alvarlegum augum og vísa ráðuneytin þeim alfarið á bug.“

Málið unnið of hratt

Bergþór Ólason úr Miðflokki og áheyrnarfulltrúi nefndarinnar, Þórarinn Ingi Pétursson úr Framsóknarflokki, vilja að veiðigjaldafrumvarpinu verði vísað frá og næsta mál á dagskrá tekið fyrir.

„Annar minni hluti atvinnuveganefndar telur nauðsynlegt að undirbúa betur og greina nánar áhrif fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi veiðigjalda,“ segir í nefndaráliti þeirra tveggja. „Að mati 2. minni hluta er ljóst að núverandi frumvarp þarfnast mun ítarlegri greiningar á mögulegum áhrifum þess á atvinnulíf, samkeppnishæfni sjávarútvegs og þjóðarbúið í heild sinni. Einkum þarf að tryggja að þær breytingar, sem frumvarpið felur í sér, séu í fullu samræmi við stjórnarskrána, sérstaklega jafnræðisreglu 65. gr. og meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar sem felst í 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar.“

Telja þeir málið hafa verið unnið of hratt. „Annar minni hluti telur enn fremur fullkomlega ótækt að boðaðar breytingar á nýju fyrirkomulagi veiðigjalda taki gildi 1. nóvember 2025,“ segir í álitinu. „Slíkur hraði á málsmeðferð sé í engu samræmi við alþjóðlegar kröfur um fyrirsjáanleika og gagnsæi skattkerfisbreytinga og þar með tekjuöflunar ríkja. Þá gangi slík málsmeðferð gegn ákvæðum laga um opinber fjármál.“

Athugasemd: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að veiðigjöld mundu hækka um 12,6 milljarða á ári ef frumvarpið yrði samþykkt. Þessu er haldið fram í minnihlutaáliti þingmanna Sjálfstæðisflokks, en samkvæmt upplýsingum frá Skattinum sem þingmennirnir vísa í hefðu veiðigjöld árið 2024 orðið rúmlega 7,5 milljörðum hærri ef breytingarnar hefðu verið gengnar í gegn.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Það sést mjög vel á þessu máli hverjir eru í vasanum á stórútgerðinni. Þessir menn eru ekki að vinna fyrir þjóðina.
    5
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Einfaldara að vísa bara þessum bullukollum frá
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ætli stórútgerðin fari ekki bara beint á hausinn út af veiðigjaldahækkuninni !
    Vona að Hanna Katrín standi við sitt.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár