Rukkuð um 1.500 króna hátíðargjald á veitingahúsi í miðbænum: „Algjörlega út í hött“

Tvær kon­ur voru krafð­ar um 1.500 króna „há­tíð­ar­gjald“ fyr­ir að hafa set­ið við borð á veit­inga­húsi í mið­bæ Reykja­vík­ur í gær, 17. júní. Formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna seg­ir at­hæf­ið óheim­ilt hafi þeim ekki ver­ið gert við­vart um gjald­ið fyr­ir­fram.

Rukkuð um 1.500 króna hátíðargjald á veitingahúsi í miðbænum: „Algjörlega út í hött“

Þegar Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir ætlaði að greiða reikninginn fyrir máltíð á Hressó við Austurstræti í gær brá henni í brún. Henni og vinkonu hennar var tjáð að þær ættu að greiða 1.500 krónur aukalega fyrir að hafa setið við borð inni á staðnum. Á reikningi var tiltekið að þetta væri svokallað hátíðargjald, eða „Holiday fee“, enda þjóðhátíðardagurinn í gær.

„Við vorum náttúrlega hvumsa. Því við höfðum aldrei lent í þessu áður,“ segir Ólöf Dóra við Heimildina. 

Hvorugri þeirra var, að sögn Ólafar Dóru, tjáð að svona gjald væri innheimt fyrr en þær hugðust borga reikninginn.

„Við vorum ekki þær einu sem ekki vissu af þessu gjaldi fyrirfram. Við spurðum viðskiptavini á staðnum hvort þeir hefðu verið látnir vita að það væri 1.500 króna gjald fyrir borðið. Þeir höfðu ekki heldur heyrt af því,“ bætir hún við.

Á meðan þær stóðu og veltu þessu fyrir sér gekk annar hópur fólks inn á veitingastaðinn og vinkona Ólafar Dóru tilkynnti þeim um gjaldtökuna. „Þau náttúrulega sneru við. Sögðu að þau létu ekki bjóða sér það.“

Óheimilt ef gjald er ekki tilgreint fyrirfram

Heimildin hafði samband við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, og bar atvikið undir hann. Breki hafði ekki heyrt af atvikinu, né nokkrum sambærilegum tilfellum slíkrar gjaldtöku á Íslandi.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þetta. Það er að sjálfu sér ekki ólöglegt að rukka svona – ef það er skilmerkilega sagt frá því fyrirfram,“ útskýrir hann. „Hafi það ekki verið gert er óheimilt að rukka svoleiðis gjald. Það fer algjörlega eftir því hvort hún vissi af þessu fyrirfram eða ekki, hvort þetta sé heimilt.“

„Á næst að rukka fyrir stól? Fyrir hnífapör? Mér finnst svolítið langt seilst, verð ég að segja“
Breki Karlsson
formaður Neytendasamtakanna

Formaðurinn bendir á að það sé frjálst verðlag á Íslandi, en það þurfi að lúta ákveðnum lögmálum. „Það þýðir ekkert að rukka svona eftir á. Það er bara út í hött. Fólk þarf að geta tekið ákvörðun um það hvað það er að kaupa á hverjum tíma, og hvort það samþykki svona gjöld eða ekki.“

GjaldtakaVinkonurnar skiptu hátíðargjaldinu í tvennt og greiddu því 750 krónur hvor.

Það er greinilegt af máli Breka að honum þykir ekki mikið til gjaldtökunnar koma.

„Þetta er svolítið skrítið, finnst mér, að rukka svona aukalega fyrir setu á borði. Þetta er eiginlega út í hött. Það fylgir því að borða á veitingastað að sitja við borð. Á næst að rukka fyrir stól? Fyrir hnífapör? Mér finnst svolítið langt seilst, verð ég að segja. Svo þurfa allir að nota súrefni inni á veitingastað. Ætla þeir að rukka fyrir það líka? Það nær ekki nokkurri átt.“

Búin að láta Neytendasamtökin og Neytendastofu vita

Ólöf Dóra kemst næstum alveg eins að orði og Breki þegar hún er spurð út í álit sitt á þessum viðskiptaháttum.

Mér finnst þetta algjörlega út í hött,“ segir hún og veltir því upp hvort aukna gjaldtöku megi rekja til ferðamennsku á Íslandi. „Veitingahúseigendur halda kannski að túristar láti allt yfir sig ganga, því þeir halda kannski að þetta sé allt venjulegt. En við Íslendingar vitum betur. Að þetta er ekki eðlilegt.“

Hún bætir því við að ef borðið átti að kosta 1.500 krónur þá hefði átt að gera þeim það viðvart fyrirfram. „Til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort við ætluðum að sitja þarna fyrir 1.500 kall. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé angi af græðgisvæðingu í kringum túrismann.“

Sjálf hefur Ólöf Dóra tilkynnt málið bæði til Neytendasamtakanna og Neytendastofu. „Þetta er komið í ferli,“ segir hún. 

Segir fólki hafa verið gert viðvart

Bragi Skaftason, eigandi Hressó, segir að á stórhátíðadögum greiðist ríflega 90 prósenta álag á öll laun starfsmanna.

„Til að koma til móts við það lögðum við á stórhátíðargjald og tilkynntum öllum viðskiptavinum um gjaldið áður en þeim var vísað til borðs. Mögulegt er að það hafi orðið einhver misbrestur á því í einstaka tilviki og þá að sjálfsögðu höfum við boðist til að endurgreiða gjaldið ef það var lagt á.“ 

Bragi segir að það gjald sem innheimt hafi verið á þjóðhátíðardaginn hafa numið minna en einum þriðja af stórhátíðarálagi starfsmanna. „Við munum hugsa okkur tvisvar um í framtiðinni um hvort og þá hvernig við högum opnun á stórhátíðardögum.“

Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum eiganda Hressó.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Ég hef verið rukkuð erlendis 1,5 evru. Sem eru rúmar 200 krónur en þá er borðið dúkað með tauservíettum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár