Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ásakanir um virðingarleysi og rangfærslur í þinginu

Þing­menn stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu hafa lýst yf­ir óánægju sinni með vinnu­brögð í að­drag­anda þingloka. Þing­flokks­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sak­ar þing­menn stjórn­ar­and­stöðu um rang­færsl­ur, en þing­menn Sjálf­stæð­is- og Mið­flokks segja ráð­herra sýna þing­inu virð­ing­ar­leysi.

Ásakanir um virðingarleysi og rangfærslur í þinginu
Þingmenn stjórnarandstöðu Diljá Mist Einarsdóttir og Sigríður Á. Andersen tóku báðar til máls um vinnubrögð þingsins í gær. Mynd: Golli

Í ræðu sinni í dagskrárlið um störf þingsins í gær vakti Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, máls á því að honum þætti ekki laust við það að sum mál fengju mjög langa umræðu í þingsal „þar sem gæði minnka eftir því sem umræðan verður lengri“.

Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa tekist á um vinnubrögð hver annars í aðdraganda þingloka – sem enn liggur ekki fyrir hvenær muni verða.  

Stjórnarandstaðan hefur verið orðuð við málþóf og viljandi tafir á samþykki mikilvægra mála. Þingmenn hennar hafa á móti vakið máls á því að stjórnin ætli sér að keyra mál í gegnum þingið án nægilegrar umræðu og samráðs við þingheim allan.

Krefjast virðingu ráðherra fyrir þingstörfum

Á þingfundi gærdagsins var 21 ræða haldin í dagskrárlið um fundarstjórn forseta. Þar mátti greinilega sjá óánægju þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins með vinnubrögð þingsins.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um að ríkisstjórnin virtist ætla að klára …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár