Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Arna Magnea verðlaunuð fyrir besta leik í aðahlutverki

Ís­lenska kvik­mynd­in Ljós­vík­ing­ar var sig­ur­sæl á al­þjóð­legri hinseg­in kvik­mynda­há­tíð á Indlandi þar sem hún var val­in besta leikna mynd­in, besta leik í að­al­hlut­verki, og hlaut einnig sér­stök dóm­ara­verð­laun fyr­ir hand­rit.

Arna Magnea verðlaunuð fyrir besta leik í aðahlutverki

Arna Magnea Danks var verðlaunuð fyrir besta leik í aðalhlutverki, burtséð frá kyni, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Kashish Pri­de Film Festival á Indland fyrir hlutverk sitt í Ljósvíkingum, sem einnig var valin besta myndin.

The Variety greinir frá þessu og segir að Arna Magnea sé trans kona, þriggja barna móðir, kennari, leikari, áhættuleikstjóri og skáld. Í samtali við The Variety segir hún: „Það er ekki á hverjum degi sem trans kona eins og ég fær verðlaun. Ég vil þakka leikstjóranum, öðrum leikurum og hverju einasta þeirra sem tóku þátt í að skapa þetta listaverk sem er einstakt, ekki aðeins fyrir Ísland heldur fyrir heiminn allan.“

Kvikmyndin Ljósvíkingar var frumsýnd á síðasta ári en leikstjóri og handritshöfundur er Snævar Sölvason. Hún fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í heimabæ sínum yfir sumarið. Þegar óvænt tækifæri gefst tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna. Breytingarnar reyna á vináttuna og þurfa þau bæði að horfast í augu við lífið á nýjan hátt. 

Ljósvíkingar er fyrsta íslenska myndin í fullri lengd þar sem trans kona fer með aðalhlutverk. 

Þetta er fjórða mynd Snævars Sölva en hann hefur áður gert myndirnar Slægingameistararnir, Albatross og Eden.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár