Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

VG undirbýr framboð með öðrum flokkum

Svandís Svavars­dótt­ir ýj­ar að sam­starfi við Sósí­al­ista­flokk­inn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um á næsta ári.

VG undirbýr framboð með öðrum flokkum
Svandís Svavarsdóttir Svandís tók við sem formaður VG eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti á Alþingi. Mynd: Golli

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að víða sé rætt um samstarf flokksins við aðra stjórnmálaflokka um framboð í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári.

Vinstri græn misstu allan sinn þingstyrk í síðustu Alþingiskosningum eftir að hafa leitt ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í nær átta ár. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti á Alþingi til að bjóða sig fram til forseta í fyrra.

Í færslu á Facebook segir Svandís að undirbúningur flokksins fyrir kosningarnar sé hafinn. „Á föstudaginn var áttum við mikilvægan stjórnarfund þar sem við rýndum stöðuna í sveitarfélögunum og svæðisfélögunum okkar,“ skrifar hún. „Það er skýr þróun að fylgi VG er að mjakast hægt en örugglega upp á við – enda erindi okkar sterkt og skýrt, og það skilar sér!“

„Saman byggjum við sterka framtíð fyrir íslensk sveitarfélög!“

Í kvöld munu ungliðahreyfingar VG og Sósíalistaflokksins halda sameiginlega veislu. „Saman byggjum við sterka framtíð fyrir íslensk sveitarfélög!“ segir Svandís um þetta framtak Ungra vinstri grænna og Roða, ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins.

Hún hvetur fólk til að taka þátt í starfinu. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum,“ skrifar Svandís. „Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Fara í samstarf við sjáfstæðisflokkinn báðir á fallandi fæti. Kv.Siggi.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þá verður VG að rækta þær rætur sínar í verkalýðshreyfingunni.
    Annars á flokkurinn sér enga von eða möguleika til framtíðar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár