Aukinn þungi í landamærapólitík bíður haustsins

Laga­breyt­ing­ar þarf til að breyta áhersl­um lög­regl­unn­ar á Suð­ur­nesj­um. Sett­ur lög­reglu­stjóri, Mar­grét Krist­ín Páls­dótt­ir, seg­ist því eng­ar breyt­ing­ar gera þar á sínu setn­ing­ar­tíma­bili, en staða lög­reglu­stjóra verð­ur aug­lýst í haust.

Aukinn þungi í landamærapólitík bíður haustsins
Lögreglan á Suðurnesjum Ráðherra boðar breytingar á landamærapólitík og auglýsir eftir lögreglustjóra á Suðurnesjum í haust. Mynd: Golli

Fyrirhugaðar breytingar á stjórn landamæra á Keflavíkurflugvelli bíða lagabreytinga og munu ekki fara fram á setningartímabili núverandi lögreglustjóra. Þetta segir Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, og vill halda áfram því góða starfi sem er unnið hjá embættinu.

Margrét Kristín Pálsdóttir

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir setti Margréti sem lögreglustjóra eftir að Úlfar Lúðvíksson lét af embætti eftir fund með ráðherra. Ráðherra hafði tilkynnt honum að staða hans yrði auglýst í haust vegna fyrirhugaðra breytinga á verkefnum og landamærapólitík og samningur hans ekki endurnýjaður. Úlfar baðst lausnar á staðnum.

„Þessar boðuðu breytingar þarfnast flestallar lagabreytinga,“ segir Margrét og bætir því við að Alþingi ákveði pólitískar breytingar á embættinu. „Eins og ráðherra hefur upplýst mig og mitt embætti um eru þessar breytingar þannig staddar að það verður stefnt að lagafrumvarpi núna í haust. Þannig að ég á erfitt með að sjá að það gerist á mínu setningartímabili. En þetta mun …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár