Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Loka aðstöðu leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Isa­via lof­ar að­gerð­um til að betr­um­bæta þjón­ustu leigu­bíla við Kefla­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyr­ir ógagn­sæja verð­lagn­ingu. Tek­ið er fram að að­stöðu leigu­bíl­stjóra sé lok­að vegna við­halds­skorts sem flug­völl­ur­inn sem eig­andi henn­ar ber al­far­ið ábyrgð á.

Loka aðstöðu leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur hefur ákveðið að loka aðstöðu leigubílsstjóra við völlinn frá og með þriðjudeginum 10. júní.

Deilur hafa staðið um aðstöðuna, meðal annars vegna kergju um bænahald leigubílstjóra þar inni. Fjölda leigubílsstjóra hefur verið vísað frá flugvellinum vegna brota á reglum.

„Leigubílstjórar hafa haft aðgang að afdrepi við leigubílasvæðið, þ.e. geymsluskúr þar sem einnig eru salerni og setuaðstaða,“ segir í tölvupósti frá Isavia til leigubílstjóra.

„Í kjölfar umræðu um nýtingu á þessu afdrepi var fyrirkomulag aðstöðunnar tekið til skoðunar. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu var úttekt á húsnæðinu sem leiddi í ljós að ástand þess er bágborið. Því hefur verið ákveðið að loka afdrepinu.

Rétt er að það komi skýrt fram í þessum pósti að ástæða lokunarinnar er bágborið ástand afdrepsins sem ræðst eingöngu af viðhaldsskorti sem við sem eigandi aðstöðunnar berum ábyrgð á.“

Leigubílstjórum er héðan af bent á að nota salernisaðstöðu í flugstöð eins og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum gera. Leigubílstjórar munu einnig hafa áfram aðgengi að mötuneyti í flugstöðinni sem er opið öllum starfsmönnum.

Vegna ábendinga frá gestum flugvallarins um leigubílaþjónustu og „ógagnsæja verðlagningu“ verður einnig hafin vinna við að betrumbæta leigubílaþjónustu, verðlagningu og umgjörð hennar. Starfsfólk á vegum vallarins er nú á vöktum á háannatíma til að hjálpa notendum leigubíla og upplýsa þá um réttindi sín.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár