Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Loka aðstöðu leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Isa­via lof­ar að­gerð­um til að betr­um­bæta þjón­ustu leigu­bíla við Kefla­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyr­ir ógagn­sæja verð­lagn­ingu. Tek­ið er fram að að­stöðu leigu­bíl­stjóra sé lok­að vegna við­halds­skorts sem flug­völl­ur­inn sem eig­andi henn­ar ber al­far­ið ábyrgð á.

Loka aðstöðu leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur hefur ákveðið að loka aðstöðu leigubílsstjóra við völlinn frá og með þriðjudeginum 10. júní.

Deilur hafa staðið um aðstöðuna, meðal annars vegna kergju um bænahald leigubílstjóra þar inni. Fjölda leigubílsstjóra hefur verið vísað frá flugvellinum vegna brota á reglum.

„Leigubílstjórar hafa haft aðgang að afdrepi við leigubílasvæðið, þ.e. geymsluskúr þar sem einnig eru salerni og setuaðstaða,“ segir í tölvupósti frá Isavia til leigubílstjóra.

„Í kjölfar umræðu um nýtingu á þessu afdrepi var fyrirkomulag aðstöðunnar tekið til skoðunar. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu var úttekt á húsnæðinu sem leiddi í ljós að ástand þess er bágborið. Því hefur verið ákveðið að loka afdrepinu.

Rétt er að það komi skýrt fram í þessum pósti að ástæða lokunarinnar er bágborið ástand afdrepsins sem ræðst eingöngu af viðhaldsskorti sem við sem eigandi aðstöðunnar berum ábyrgð á.“

Leigubílstjórum er héðan af bent á að nota salernisaðstöðu í flugstöð eins og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum gera. Leigubílstjórar munu einnig hafa áfram aðgengi að mötuneyti í flugstöðinni sem er opið öllum starfsmönnum.

Vegna ábendinga frá gestum flugvallarins um leigubílaþjónustu og „ógagnsæja verðlagningu“ verður einnig hafin vinna við að betrumbæta leigubílaþjónustu, verðlagningu og umgjörð hennar. Starfsfólk á vegum vallarins er nú á vöktum á háannatíma til að hjálpa notendum leigubíla og upplýsa þá um réttindi sín.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár