Forstjórar með fjórfalt hærri laun en þau sem gæta barna

Marg­fald­ur mun­ur er á laun­um þeirra sem eru efst í tekju­stig­an­um og meg­in­þorra þjóð­ar­inn­ar. Launa­bil­ið er „miklu breið­ara held­ur en hægt er að rétt­læta,“ seg­ir formað­ur VR en ís­lenskt launa­fólk nær fæst með­al­laun­um. Veru­lega mun­ar á laun­um kvenna og karla. „Kon­ur þjapp­ast í meira mæli í lægra laun­uð störf,“ seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu.

Forstjórar með fjórfalt hærri laun en þau sem gæta barna
Áhyggjur Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa viðvarandi áhyggjur af því hve kynskiptur íslenskur vinnumarkaður sé. Mynd: VR

„Við vitum að launabil stjórnenda og almennra starfsmanna, þeirra sem skapa verðmætin, er ofboðslega breitt. Og í rauninni miklu breiðara heldur en hægt er að réttlæta,“ segir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins. „Maður sér það á því að þeir hífa upp meðaltalið á meðan miðgildið er neðar.“

Hagstofan birti á miðvikudag ný gögn um laun Íslendinga árið 2024 sem sýna að meirihluti Íslendinga er undir meðallaunum og að hæstu laun­in eru nærri fimm­falt hærri en þau lægstu. Það séu stjórnendur og forstjórar sem hafi almennt hæstu laun. 

Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi, segir muninn enn meiri en birtist í þessum gögnum Hagstofunnar. „Þau ná ekki mikið til forstjóra, til dæmis, þannig að þetta eru mikið stjórnendur á öðru þrepi og stundum neðar; millistjórnendur. Þetta endurspeglar ekki forstjóralaunin,“ segir hann. 

„Ef þú værir að leita að einhverju sem heitir munur á launum forstjóra og verkafólks, þá væri hann meira en þarna,” segir hann og bendir á Hátekjulista Heimildarinnar sem dæmi um hvað munurinn sé í raun mikill. Sá listi er tekinn saman árlega út frá gögnum í álagningaskrá Skattsins og tekur til bæði launa- og fjármagnstekna einstaklinga. 

Kynskiptur vinnumarkaður

Í tölunum kemur fram að regluleg laun kvenna eru 158 þúsund krónum lægri en regluleg heildarlaun karla. Heildarlaun karla í fullu starfi voru 984 þúsund á mánuði að meðaltali en heildarlaun kvenna voru að meðaltali 826 þúsund. 

„Við vitum að launabil stjórnenda og almennra starfsmanna, þeirra sem skapa verðmætin, er ofboðslega breitt
Halla Gunnarsdóttir
formaður VR

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar unnu karlar að jafnaði 177,9 greiddar stundir á mánuði, samanborið við 172 hjá konum. Munurinn á fjölda greiddra stunda skýrir hluta launamunarins, en Hagstofan bendir einnig á kynskiptan vinnumarkað: aðeins 14 prósent karla starfa hjá hinu opinbera, en 38 prósent kvenna. Opinber störf eru yfirleitt lægra launuð en störf á almennum markaði, að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar. 

Lægstu launin, samkvæmt gögnum Hagstofunnar, eru fyrir störf sem lúta að barnagæslu, 605 þúsund krónur, handþvotti og pressun, 578 þúsund, og skjalavörslu eða póstflokkun, 573 þúsund. Forstjórar og aðalframkvæmdastjórar voru með hæstu meðallaunin árið 2024 – að jafnaði um 2,4 milljónir króna á mánuði. Það þýðir að forstjóri fær að jafnaði meira en fjórfalt hærri laun en starfsmaður í barnagæslu. 

Viðvarandi áhyggjur

Halla segist hafa viðvarandi áhyggjur af því hvað íslenskur vinnumarkaður sé kynskiptur. Það sé áhyggjuefni að vísbendingar séu um kvennaflótta af almennum markaði til hins opinbera. „VR hefur verið með aðeins fleiri konur en karla um nokkurt skeið, en við höfum verið að sjá þessa þróun ganga aðeins til baka. Kynjahlutfallið er að jafnast. Það held ég að sé ekki ótengt því að konur velja að starfa hjá hinu opinbera,“ segir hún og telur skýringarnar einkum vera betri réttindi. „Þú ert gjarnan með lengra sumarfrí, betri veikindarétt og styttri vinnuviku. Svo held ég að ávinnsla orlofs í fæðingarorlofi hafi líka áhrif á fólk á barneignaraldri.“ 

Halla vísar til þess að fólk í fæðingarorlofi heldur áfram að ávinna sér orlof hjá opinberum aðilum, en ekki á almennum markaði. „Þetta er rosalega mikill aðstöðumunur á milli þeirra sem eru á almennum markaði og þurfa að brúa bilið, og þeirra sem eru á opinberum markaði.“

„Þetta er ekki það sem er að taka af neinni alvöru á launamun kynjanna. Það er að breyta mjög litlu um það.
Stefán Ólafsson
sérfræðingur hjá Eflingu um jafnlaunavottun stjórnvalda

Stefán bendir á þetta líka. Launamunur kynja í sömu störfum sé í kringum fimm prósent, en „að konur þjappast í meira mæli í lægra launuð störf“. „Konur eru í þessum lægra launuðu störfum í miklu meira mæli heldur en karlar,“ segir hann. Stefán segir að „það sem er aðalmálið með launamun kynjanna er vanmat á þessum störfum þar sem konur eru í meira mæli en karlar. Það er aðallega þjónusta og störf verkafólks.“

Jafnlaunavottun, sem er ein helsta breytingin sem gerð hefur verið á nýliðnum árum til að vinna gegn launamun kynjanna, muni ekki vinna á þessum mun. „Þetta er ekki það sem er að taka af neinni alvöru á launamun kynjanna. Það er að breyta mjög litlu um það. Það er fyrst og fremst þessi stéttamunur á laununum og samþjöppun kvenna í lægra metnu störfunum. Endurmat á störfum væri miklu „effektífara“ meðal en þessi jafnlaunavottun,“ segir hann.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    Launamunur of lítill í landinu. Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son, seðlabanka­stjóri í nýj­asta viðtali Spurs­mála.
    0
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Lyfta leikskólastörfum til vegs og virðingar, vinnutíma skipt í 5 tíma vaktir með neysluhléum sem telst 100% vinna. Með tilkomi GG mun vinnumarkaður taka miklum breytingum, meira en okkur órar fyrir, sem kallar á að endurskipuleggja vinnumarkaðinn og útdeilingu á arði af GNP.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár