Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Baráttan um Vorstjörnuna

Deil­urn­ar í Sósí­al­ista­flokkn­um halda áfram þrátt fyr­ir hall­ar­bylt­ingu. Vett­vang­ur þeirra er nú Vor­stjarn­an, styrkt­ar­sjóð­ur tengd­ur flokkn­um, sem á leigu­samn­ing­inn um hús­næði flokks­ins og fær helm­ing þeirra fjár­muna sem rík­is­sjóð­ur greið­ir flokkn­um. „Vor­stjarn­an er ekki í stríði við einn né neinn,“ seg­ir formað­ur.

Baráttan um Vorstjörnuna
Deilur í Sósíalistaflokknum Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin á aðalfund í maí og í henni sitja meðal annars Sæþór Benjamín Randalsson, formaður, Sigrún E. Unnsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Sæti sitt misstu Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi formaður, og María Pétursdóttir, sem hætt er í flokknum. Sanna Magdalena Mörtudóttir sagði af sér sem pólitískur leiðtogi flokksins og Davíð Þór Jónsson, sem leiddi flokkinn í suðvesturkjördæmi, íhugar stöðu sína.

Skrifstofuhúsnæði Sósíalistaflokksins og milljónir í opinberum framlögum til flokksins eru undir í deilum tveggja blokka í flokknum um styrktarsjóðinn Vorstjörnuna.

Félagið Vorstjarnan hefur aldrei haldið aðalfund og félagatalið er á huldu eftir að vefur þess var yfirtekinn í síðustu viku. Gjaldkeri félagsins var í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem felld var á aðalfundi í maí en hefur aldrei verið formlega kosin í stjórn Vorstjörnunnar.

„Málið er að þetta félag hefur aldrei slitið naflastrenginn við framkvæmdastjórnina,“ segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir, stjórnarmaður í Vorstjörnunni og varaformaður nýju framkvæmdastjórnar flokksins. „Ég hef aldrei setið fund í Vorstjörnunni og aldrei verið boðuð á fund af formanni.“

Vorstjarnan er sjálfstætt félag með eigin kennitölu sem hefur fengið helming þeirra framlaga sem ríkissjóður hefur greitt Sósíalistaflokknum undanfarin ár og öll framlög Reykjavíkurborgar til flokksins. Félagið er leigutaki á húsnæði flokksins við Bolholt 6, en fjölmiðillinn Samstöðin, sem Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, stýrir, deilir einnig húsnæðinu sem …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu