Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Norðurslóðir í breyttum heimi: Öryggismál í nýju alþjóðasamhengi

Áhrif stór­auk­inn­ar al­þjóð­legr­ar tog­streitu á mál­efni Norð­ur­slóða er um­fjöll­un­ar­efni á opn­um fundi í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri í dag. Varð­berg, Norð­ur­slóðanet Ís­lands og Stofn­un Vil­hjálms Stef­áns­son­ar, auk HA, standa að fund­in­um sem er hér í beinu streymi.

Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar efna til opins fundar í dag um Norðurslóðir í breyttum heimi.

Sjónum verður beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands.

Ríki sem eiga hagsmuna að gæta á Norðurslóðum þurfa bæði að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við örum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi og samfélögum – og opnar skipaleiðir – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri og stendur yfir frá klukkan 15 til 17.  Hér er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Dagskrá fundarsins er eftirfarandi:

Upphafsorð: Davíð Stefánsson, formaður Varðberg.

Fundarstjórn: Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN).

Ávörp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri.

Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri.

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor Háskólinn á Bifröst.

Dr. Rachael Lorna Johnstone við Lagadeild Háskólans á Akureyri og við Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi).

Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME)

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins.

Lokaorð: Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár