Norðurslóðir í breyttum heimi: Öryggismál í nýju alþjóðasamhengi

Áhrif stór­auk­inn­ar al­þjóð­legr­ar tog­streitu á mál­efni Norð­ur­slóða er um­fjöll­un­ar­efni á opn­um fundi í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri í dag. Varð­berg, Norð­ur­slóðanet Ís­lands og Stofn­un Vil­hjálms Stef­áns­son­ar, auk HA, standa að fund­in­um sem er hér í beinu streymi.

Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar efna til opins fundar í dag um Norðurslóðir í breyttum heimi.

Sjónum verður beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands.

Ríki sem eiga hagsmuna að gæta á Norðurslóðum þurfa bæði að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við örum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi og samfélögum – og opnar skipaleiðir – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri og stendur yfir frá klukkan 15 til 17.  Hér er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Dagskrá fundarsins er eftirfarandi:

Upphafsorð: Davíð Stefánsson, formaður Varðberg.

Fundarstjórn: Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN).

Ávörp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri.

Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri.

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor Háskólinn á Bifröst.

Dr. Rachael Lorna Johnstone við Lagadeild Háskólans á Akureyri og við Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi).

Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME)

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins.

Lokaorð: Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár