Mættu með hatursáróður gegn trans fólki á Kynjaþing

Lít­ill hóp­ur fólks mætti á Kynja­þing Kven­rétt­inda­fé­lags­ins með hat­ursáróð­ur gegn trans fólki. Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kven­rétt­inda­fé­lags­ins, seg­ir að rætt hafi ver­ið við hóp­inn en það hafi ekki mynd­ast mik­ill grund­völl­ur til sam­ræðna.

Mættu með hatursáróður gegn trans fólki á Kynjaþing

Hópur fimm til sex einstaklinga, undir forystu Elds Smára Kristinssonar, formanns Samtakanna 22, mætti á Kynjaþing sem haldið var í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hélt hópurinn þar uppi hatursáróðri gegn trans fólki.

Hópurinn dreifði límmiðum með transfóbísku efni á salerni og í sameiginleg rými skólans. Skipuleggjendur voru fljótir að fjarlægja límmiðana. Þá óskaði hópurinn eftir að selja varning á fatamarkaði þingsins, sem var hafnað.

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, sem stendur fyrir Kynjaþinginu, segir að reynt hafi verið að ræða við hópinn og útskýra að málstaður þeirra ætti ekki samleið með markmiðum þingsins. „En það var ekki mikill grundvöllur til samræðna,“ segir hún.

Markmið Kynjaþingsins, sem er árlegur viðburður, er að vera vettvangur fyrir þau sem vinna að jafnréttismálum og var þema þingsins í ár Kvennaár og samstaðan. Þingið fór fram 10. maí síðastliðinn. 

Eldur Smári vildi ekki tala við Heimildina þegar viðbragða hans var …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IS
    Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Heimildin virðist hér vera hinn sanni áróðursaðili en ekki upplýsandi fjölmiðill. Etur upp fullyrðingar Kvenréttindafélags en birtir ekkert til staðfestingar meintum hatursáróðri gegn ágætu transfólki. Og af hverju ræðir Heimildin ekki við Trans Ísland, sem verður að teljast viss forsvarsaðili fyrir trans? Og kann svo ekki að gúgla lýsingu umrædds Elds birt á Substack fyrir 2 dögum síðan, 28. mai.

    Vill Heimildin sýna áskrifendur sína sem grunnhyggið fólk sem láti troða í sig fullyrðingum og geti sjálft ekki ályktað?

    Að það sé áróður ef 2 borgarar heimsæki grunnskóla undir leiðsögn starfsmanns eftir kennslulok, nokkuð sem borgarar landsins hafa gert um árabil án vandkvæða s.s. til eftilits og aðhalds t.d. leka og myglu, án fyrirfram umsóttrar og veitts leyfis e.k. forsjármanns? Áróðurinn er Heimildarinnar.

    Heimildin fer svo með frekari áróður um merkingu úrskurðar hæstaréttar Bretlands, sem úrskurðaði hver væru skilgreind kyn í TILTEKNUM LÖGUM en ekki öll lögum né mannlegum skilningi.

    Heimildin hjálpar ekki boðskapi ágæts transfólks með ómálefnalegheitum, né boðskapi Kvenréttindafélags Íslands sem virðist skorta tilvistarréttmæti þessar stundir m.a. vegna góðrar stöðu kvenna á Íslandi, skortir meðlimi m.v. tiðar FB auglýsingar og kröfulitla fyrirhugaða skemmtidagskrá afmælis. 40 manns á Kynjaþingi, þar af 8 meintir andstæðingar.

    Heimildin ber glæður að tilvist sinni þegar 26. gr. laga um fjölmiðla er brotin, þegar lýðræðislegar grundvallarreglur eru brotnar, gætir ekki að uppfyllingu krafa um hlutlægni og nákvæmni, framsetningu mismunandi sjónarmiða.
    -7
    • BÞS
      Bessi Þór Sigurðarson skrifaði
      Værir þú semsagt ósammála þeirri fullyrðingu að Eldur Smári sé fjandsamur tilvist trans-fólks? Þá þykir mér skorta gagnrýnt bein í þinn búk, herra minn.
      1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hvað er að vera ,,sís" kona?
    0
    • Guðrún Konný Pálmadóttir skrifaði
      „Sís“ er notað um fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Sís kona er til dæmis kona sem var úthlutað kyninu „stelpa“ við fæðingu og er sátt við það.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
4
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár