Allir eiga að vera mega hressir og með brennandi áhuga“ er titill meistararitgerðar Bjarneyjar L. Bjarnadóttur þar sem hún rannsakaði kröfur um um samskiptahæfni í atvinnuauglýsingum og upplifun einhverfra einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði. Sýnt hefur verið fram á að einhverfir eru enn jaðarsettari en aðrir fötlunarhópar þegar kemur að atvinnuþátttöku. Titillinn vísar í orð viðmælanda í rannsókninni sem er einhverfur.
Hugmyndin að rannsókninni kom þegar Bjarney sat í tíma í námskeiði um starfsmannaval hjá doktor Arneyju Einarsdóttur þar sem verið var að fara yfir starfagreiningar og hæfniskröfur í atvinnuauglýsingum. „Og þá sagði hún: Það er alltaf verið að gera kröfu um framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jafnvel þegar starfið krefst ekki sérstakrar hæfni í mannlegum samskiptum. Þetta getur verið mjög útilokandi fyrir hóp fólks, til dæmis einhverfa.“ Sonur Bjarneyjar er einhverfur og varð hún mjög hugsi yfir þessu.
Sagt upp því þau pössuðu ekki inn
Hún ræddi málið frekar við …
Athugasemdir