Tæplega 5.700 nöfn eru nú á listanum þar sem farið er fram á að RÚV dragi Ísland úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði Ísrael ekki meinaður aðgangur að keppninni. Í inngangi undirskriftalistans segir meðal annars að framganga Ísraels í Palestínu stríði gegn yfirlýstum friðarboðskap Söngvakeppninnar.
Listakonan Lóa Hjálmtýsdóttir er skráð ábyrgðarkona listans. Hún afhenti Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra hann síðastliðinn mánudag.
„Hann fékk þetta líka rafrænt þannig að listinn lifir fram að aðalkeppninni,“ segir Lóa en hún hefur um árabil gagnrýnt framferði ísraelskra stjórnvalda gagnvart íbúum Gaza og hefur verið áberandi í þeirri umræðu síðustu misseri. „Ísraelsher er búinn að drepa að minnsta kosti fjörutíu þúsund manneskjur, heilu þorpin verið jöfnuð við jörðu, flóttamannabúðir brenndar og tugþúsundir hafa verið drepnar, meirihlutinn eru börn og konur. Og Ísrael fær þrátt fyrir þennan hrylling að taka þátt í alþjóðlegum viðburðum eins og ekkert hafi í skorist.“
„Rosaleg áróðursvél“
Lóa hefur meðal annars skrifað greinar …
Athugasemdir