Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins

Þormar Mel­sted upp­götv­aði nýja teg­und af ást þeg­ar hann eign­að­ist barn. En það að verða fað­ir seg­ir hann vera það besta sem hann hafi gert.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins
Ný tegund af ást Þormar bjóst ekki við því hvað það hefði mikil áhrif á hann að verða faðir. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Það er mjög gaman að verða faðir. Það er það besta sem ég hef gert. Það er ný tilfinning sem kemur, sem maður hélt að maður myndi vera búinn að upplifa. En svo þegar maður lendir í því sjálfur þá er eitthvað nýtt sem kviknar. Einhver ný tegund af ást.

Ég er með litla strákinn minn og við erum að fá okkur ís. Hann verður tveggja ára núna í júní. Ég er 46 ára, svo ég telst seinn að eignast fyrsta barn. Ég hefði ekki viljað sleppa þessu. Þetta er einn af leyndardómum lífsins, sem maður uppgötvar þegar maður eignast barn. 

Maður finnur að maður hefur aldrei elskað svona mikið. Það er bara þannig tilfinning. Þú myndir gera allt. Maður hefur kannski ekki fundið það beint með kærustur og svoleiðis. Jú, jú, maður elskar auðvitað. En þetta er eitthvað dýrslegt sem kviknar. Því maður er dýr. Þetta er eitthvað sem maður veit ekki hvað er – eitthvað sem býr í genunum okkar – að vernda sitt og vilja því fyrir bestu. Þar kemur svona ólýsanleg ást. Skilyrðislaus ást. Það er þannig sem þú finnur.

Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig. Bara á fæðingardeildinni þá kemur þetta. Við þurftum að vera á spítalanum í einhverja þrjá daga. Og á degi tvö þá fór ég á einhverja bensínstöð að ná í Subway-samloku og ég fór bara að hágráta. Ég vissi ekki af hverju. Tilfinningarnar eru þannig.“ 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár