Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins

Þormar Mel­sted upp­götv­aði nýja teg­und af ást þeg­ar hann eign­að­ist barn. En það að verða fað­ir seg­ir hann vera það besta sem hann hafi gert.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins
Ný tegund af ást Þormar bjóst ekki við því hvað það hefði mikil áhrif á hann að verða faðir. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Það er mjög gaman að verða faðir. Það er það besta sem ég hef gert. Það er ný tilfinning sem kemur, sem maður hélt að maður myndi vera búinn að upplifa. En svo þegar maður lendir í því sjálfur þá er eitthvað nýtt sem kviknar. Einhver ný tegund af ást.

Ég er með litla strákinn minn og við erum að fá okkur ís. Hann verður tveggja ára núna í júní. Ég er 46 ára, svo ég telst seinn að eignast fyrsta barn. Ég hefði ekki viljað sleppa þessu. Þetta er einn af leyndardómum lífsins, sem maður uppgötvar þegar maður eignast barn. 

Maður finnur að maður hefur aldrei elskað svona mikið. Það er bara þannig tilfinning. Þú myndir gera allt. Maður hefur kannski ekki fundið það beint með kærustur og svoleiðis. Jú, jú, maður elskar auðvitað. En þetta er eitthvað dýrslegt sem kviknar. Því maður er dýr. Þetta er eitthvað sem maður veit ekki hvað er – eitthvað sem býr í genunum okkar – að vernda sitt og vilja því fyrir bestu. Þar kemur svona ólýsanleg ást. Skilyrðislaus ást. Það er þannig sem þú finnur.

Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig. Bara á fæðingardeildinni þá kemur þetta. Við þurftum að vera á spítalanum í einhverja þrjá daga. Og á degi tvö þá fór ég á einhverja bensínstöð að ná í Subway-samloku og ég fór bara að hágráta. Ég vissi ekki af hverju. Tilfinningarnar eru þannig.“ 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu