Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins

Þormar Mel­sted upp­götv­aði nýja teg­und af ást þeg­ar hann eign­að­ist barn. En það að verða fað­ir seg­ir hann vera það besta sem hann hafi gert.

Uppgötvaði einn af leyndardómum lífsins
Ný tegund af ást Þormar bjóst ekki við því hvað það hefði mikil áhrif á hann að verða faðir. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Það er mjög gaman að verða faðir. Það er það besta sem ég hef gert. Það er ný tilfinning sem kemur, sem maður hélt að maður myndi vera búinn að upplifa. En svo þegar maður lendir í því sjálfur þá er eitthvað nýtt sem kviknar. Einhver ný tegund af ást.

Ég er með litla strákinn minn og við erum að fá okkur ís. Hann verður tveggja ára núna í júní. Ég er 46 ára, svo ég telst seinn að eignast fyrsta barn. Ég hefði ekki viljað sleppa þessu. Þetta er einn af leyndardómum lífsins, sem maður uppgötvar þegar maður eignast barn. 

Maður finnur að maður hefur aldrei elskað svona mikið. Það er bara þannig tilfinning. Þú myndir gera allt. Maður hefur kannski ekki fundið það beint með kærustur og svoleiðis. Jú, jú, maður elskar auðvitað. En þetta er eitthvað dýrslegt sem kviknar. Því maður er dýr. Þetta er eitthvað sem maður veit ekki hvað er – eitthvað sem býr í genunum okkar – að vernda sitt og vilja því fyrir bestu. Þar kemur svona ólýsanleg ást. Skilyrðislaus ást. Það er þannig sem þú finnur.

Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig. Bara á fæðingardeildinni þá kemur þetta. Við þurftum að vera á spítalanum í einhverja þrjá daga. Og á degi tvö þá fór ég á einhverja bensínstöð að ná í Subway-samloku og ég fór bara að hágráta. Ég vissi ekki af hverju. Tilfinningarnar eru þannig.“ 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár