Við vorum svolítið eins og munaðarleysingjar og nú erum við með heilagan föður,“ segir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, við Heimildina. Hann kveðst mjög ánægður með nýja páfann – Leó fjórtánda – og segist sannfærður um að rétti maðurinn hafi verið valinn. „Ég er viss. Þetta er ágætur maður. Ég er mjög ánægður.“
Talaði fyrir friði
„Þetta er eins og aðalþema í lífi okkar núna, aðalatriði,“ sagði David áður en tilkynnt var um kjör hins bandaríska Roberts Prevost. Bænir voru beðnar á hverjum degi og á Íslandi voru messur lesnar fyrir kardínálana á meðan páfakjörið stóð yfir.
Nú taka við bænir fyrir nýjum páfa, segir biskupinn. „Hann þarfnast þess mikið núna. Því nú koma allir til hans vegna þess að þau vilja eitthvað. Hann þarf mikla aðstoð, sérstaklega í bæn.“
„Aftur og aftur talaði hann mikið um frið. Sem við þörfnumst öll núna
David var á skrifstofu …
Athugasemdir