Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Verðbólga eykst á milli mánaða

Verð­bólga mæl­ist nú 4,2 pró­sent og hækk­ar á milli mán­aða í fyrsta sinn síð­an í júlí á síð­asta ári.

Verðbólga eykst á milli mánaða
Á flugi Flugferðir hækkuðu duglega á milli mánaða og telja inn í verðbólgutölurnar. Mynd: Golli

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,93 prósent í apríl, sem þýðir að verðbólga yfir tólf mánaða tímabili mælist nú 4,2 prósent. Það er meira en hún gerði í síðasta mánuði og hækkar verðbólga nú í fyrsta sinn á milli mánaða síðan í júlí á síðasta ári.

Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,8 prósent og hafði 0,12 prósent áhrif á heildarvísitöluna. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði – það er reiknuð húsaleiga – hækkaði um 1,1 prósent og hafði 0,22 prósent áhrif. Flugfargjöld til útlanda jukust verulega og hækkuðu um 20,4 prósent, sem hafði 0,40 prósent áhrif á vísitöluna.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2 prósent, en án húsnæðis um 3,2 prósent, á tólf mánaða tímabili. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent og er verðbólga því enn að mælast töluvert yfir markmiði.

Óljóst er hvort þetta muni hafa einhver áhrif á það vaxtalækkunarferli sem hefur verið …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár