
Seinni myndaspurning:Hvað heitir þessi karl?
- Í hvaða íþróttagrein gerði Serena Williams garðinn frægan?
- Hvað hefur hið svonefnda The Code/Nemo gert sér til frægðar?
- Frá hvaða landi koma vinsælir sjónvarpsþættir sem kallast á ensku Squid Game?
- En hvað þýðir „squid“?
- Björk lék árið 2000 í bíómynd sem frægur danskur leikstjóri gerði. Hvað heitir myndin?
- En hvað heitir leikstjórinn?
- Björk lék í myndinni verkakonu sem þarf að kljást við ákveðið heilsufarsvandamál. Hún er sem sé að missa ... hvað?
- Björk mætti við Óskarsverðlaunaafhendingu vegna myndarinnar og klæddist þá kjól sem varð víðfrægur því hann var byggður á ákveðnu dýri. Hvaða dýri?
- En hvað heitir aftur hæsti foss á Íslandi?
- Hvaða ár er sagt að Berlínarmúrinn hafi fallið?
- Þann 24. janúar 1895 varð einhver þeirra Leonard Kristensens, Carstens Borchgrevink (báðir Norðmenn) eða Alexander von Tunzelmanns (frá Nýja-Sjálandi) fyrstur til að stíga fæti sínum á ákveðinn stað – svo öruggt sé talið. Hvaða staður var það?
- Hvaða eldfjall gaus með látum á Íslandi sunnanverðu 1918?
- Khabane Lane, Charli D'Amelio og MrBeast (réttu nafni Jimmy Donaldson) eru vinsælust allra ... hvar?
- Varaforseti Bandaríkjanna er ævinlega nefndur JD Vance. Fyrir hvaða nöfn standa upphafsstafirnir J og D? Hafa verður bæði nöfn rétt til að fá stig.
- Hann skrifaði einu sinni bók um æskuár sín í tilteknum fjallgarði austarlega í Bandaríkjunum. Hvað nefnast þau fjöll?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er marhnútur. Á seinni myndinni er Modi, forseti Indlands.
Svör við almennum:
1. Tennis. — 2. Lagið vann Eurovision 2024. — 3. Suður-Kóreu. — 4. Smokkfiskur. Kolkrabbi má vera rétt ef þið eruð í góðu skapi. — 5. Dancer in the Dark. — 6. Von Trier. — 7. Missa sjónina. — 8. Svani. — 9. Glymur. — 10. 1989. — 11. Suðurskautslandið. — 12. Katla. — 13. Á TikTok. — 14. James David. — 15. Appalchiufjöll.
Athugasemdir