Það er eitt aðdáunarvert sem toppar alltaf þekkingu, greind og jafnvel snilld: Skilningsleysið.“ Hér er ein af mörgum áhugaverðum tilvísunum Hervé Le Tellier í hinni margslungnu skáldsögu L‘Anomalie (Frávik), sem kom út árið 2020 og náði strax mikilli hylli. Bókin hefur verið þýdd á nær 50 tungumál, en einhverra hluta vegna hefur hann ekki enn verið gefinn út á íslensku.
Þetta er þriðja heimsókn Le Telliers til Íslands, en í fyrsta skipti sem hann kemur á bókmenntahátíð. Þó ég sé staddur í París sendi ég honum hina bestu strauma um góðar móttökur á Íslandi. Spyr hann fyrst hvort svona listahátíðir skipti máli fyrir hann sem listamann eða hvort hann fari einfaldlega af skyldurækni?
„Nei, þetta er mikilvægur viðkomustaður fyrir mig. Ísland er lítið land, en með stóra listasögu, þannig að mig langaði mikið að koma og taka þátt. Auk þess tók ég eftir að bókin mín, L‘Anomalie, hafði ekki verið …
Athugasemdir