Fjarstaddi höfundurinn

Sansal var fang­els­að­ur í Als­ír 16. nóv­em­ber 2024 vegna póli­tískra skoð­ana sinna og hann hef­ur nú ver­ið dæmd­ur í fimm ára fang­elsi.

Fjarstaddi höfundurinn
Boualem Sansal Mynd: Aðsend mynd

Alsírski rithöfundurinn Boualem Sansal kom á Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann er fæddur 15. október árið 1949 í Theniet El Had í Alsír. Sansal er rithöfundur, verkfræðingur og hagfræðingur og byrjaði að skrifa fimmtugur að aldri eftir að hann lét af störfum sem háttsettur embættismaður hjá alsírska ríkinu, innblásinn af pólitískri ólgu og gagnrýninn á uppgang íslamskrar bókstafstrúar í heimalandi sínu. Sansal skrifar á frönsku og verk hans hafa unnið til helstu bókmenntaverðlauna í Frakklandi, þar á meðal Prix du Premier Roman sem hann hlaut árið 1999 fyrir frumraun sína, Le serment des Barbares.

Fyrsta skáldsaga Boualem Sansal sem kom út á ensku, The German Mujahid (Europa, 2009), hlaut RTL lesendaverðlaunin í Frakklandi og var fyrsta skáldverk arabísks rithöfundar til að viðurkenna helförina á prenti. Bækur hans hafa verið kerfisbundið ritskoðaðar í Alsír vegna gagnrýni þeirra á stjórnvöld þar í landi. Árið 2012 hlaut Sansal hin virtu Prix du Roman Arabe bókmenntaverðlaun, og jafnframt þýsku friðarverðlaunin árið 2011. Sjöunda skáldsaga hans, 2084: The End of the World, hlaut Gran Prix frönsku akademíunnar fyrir skáldskap.

Sansal var fangelsaður í Alsír 16. nóvember 2024 vegna pólitískra skoðana sinna og hann hefur nú verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Handtaka hans hefur aukið diplómatíska spennu milli Alsír og Frakklands en bækur hans hafa verið bannaðar í Alsír síðan árið 2006. 

Í dagskrá í tilefni af aldarártíð Thors Vilhjálmssonar (1925–2011) verður fjallað um verk Sansal. Á bókmenntahátíðinni verður hægt að skrifa nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist verður þess að Sansal verði látinn laus. Viðburðurinn fer fram sunnudaginn 27. apríl í Norræna húsinu klukkan 13 og er í samstarfi við Íslandsdeild PEN. Rithöfundurinn Sjón er formaður Íslandsdeilarinnar og mun sjá um viðburðinn ásamt þýðandanum Helgu Soffíu Einarsdóttur, sem ræddi einmitt við Sansal um verk hans þegar höfundurinn kom hingað á bókmenntahátíðina.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2025

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár