Fjarstaddi höfundurinn

Sansal var fang­els­að­ur í Als­ír 16. nóv­em­ber 2024 vegna póli­tískra skoð­ana sinna og hann hef­ur nú ver­ið dæmd­ur í fimm ára fang­elsi.

Fjarstaddi höfundurinn
Boualem Sansal Mynd: Aðsend mynd

Alsírski rithöfundurinn Boualem Sansal kom á Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann er fæddur 15. október árið 1949 í Theniet El Had í Alsír. Sansal er rithöfundur, verkfræðingur og hagfræðingur og byrjaði að skrifa fimmtugur að aldri eftir að hann lét af störfum sem háttsettur embættismaður hjá alsírska ríkinu, innblásinn af pólitískri ólgu og gagnrýninn á uppgang íslamskrar bókstafstrúar í heimalandi sínu. Sansal skrifar á frönsku og verk hans hafa unnið til helstu bókmenntaverðlauna í Frakklandi, þar á meðal Prix du Premier Roman sem hann hlaut árið 1999 fyrir frumraun sína, Le serment des Barbares.

Fyrsta skáldsaga Boualem Sansal sem kom út á ensku, The German Mujahid (Europa, 2009), hlaut RTL lesendaverðlaunin í Frakklandi og var fyrsta skáldverk arabísks rithöfundar til að viðurkenna helförina á prenti. Bækur hans hafa verið kerfisbundið ritskoðaðar í Alsír vegna gagnrýni þeirra á stjórnvöld þar í landi. Árið 2012 hlaut Sansal hin virtu Prix du Roman Arabe bókmenntaverðlaun, og jafnframt þýsku friðarverðlaunin árið 2011. Sjöunda skáldsaga hans, 2084: The End of the World, hlaut Gran Prix frönsku akademíunnar fyrir skáldskap.

Sansal var fangelsaður í Alsír 16. nóvember 2024 vegna pólitískra skoðana sinna og hann hefur nú verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Handtaka hans hefur aukið diplómatíska spennu milli Alsír og Frakklands en bækur hans hafa verið bannaðar í Alsír síðan árið 2006. 

Í dagskrá í tilefni af aldarártíð Thors Vilhjálmssonar (1925–2011) verður fjallað um verk Sansal. Á bókmenntahátíðinni verður hægt að skrifa nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist verður þess að Sansal verði látinn laus. Viðburðurinn fer fram sunnudaginn 27. apríl í Norræna húsinu klukkan 13 og er í samstarfi við Íslandsdeild PEN. Rithöfundurinn Sjón er formaður Íslandsdeilarinnar og mun sjá um viðburðinn ásamt þýðandanum Helgu Soffíu Einarsdóttur, sem ræddi einmitt við Sansal um verk hans þegar höfundurinn kom hingað á bókmenntahátíðina.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2025

Kátt í höllinni
MyndirBókmenntahátíð 2025

Kátt í höll­inni

Al­þjóð­leg bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík var sett mið­viku­dag­inn 23. apríl síð­ast­lið­inn í Safna­hús­inu. Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri há­tíð­ar­inn­ar, bauð gesti og gang­andi vel­komna. Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, héldu ræð­ur við til­efn­ið, sem og einn upp­hafs­manna há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir 40 ár­um, Knut Ødegård.
Nösk á að bjóða höfundum áður en þeir fá Nóbelinn
ViðtalBókmenntahátíð 2025

Nösk á að bjóða höf­und­um áð­ur en þeir fá Nó­bel­inn

Al­þjóð­lega bók­mennta­há­tíð­in í Reykja­vík er byrj­uð en hún var­ir til 27. apríl. Há­tíð­in er nú hald­in í sautjánda skipti og á 40 ára af­mæli í ár. Segja má að há­tíð­in sé fyr­ir löngu orð­in skáld­leg saga, út af fyr­ir sig. Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir og Örn­ólf­ur Thors­son segja frá þessu lygi­lega æv­in­týri sem hófst ár­ið 1985.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár