Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fjarstaddi höfundurinn

Sansal var fang­els­að­ur í Als­ír 16. nóv­em­ber 2024 vegna póli­tískra skoð­ana sinna og hann hef­ur nú ver­ið dæmd­ur í fimm ára fang­elsi.

Fjarstaddi höfundurinn
Boualem Sansal Mynd: Aðsend mynd

Alsírski rithöfundurinn Boualem Sansal kom á Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann er fæddur 15. október árið 1949 í Theniet El Had í Alsír. Sansal er rithöfundur, verkfræðingur og hagfræðingur og byrjaði að skrifa fimmtugur að aldri eftir að hann lét af störfum sem háttsettur embættismaður hjá alsírska ríkinu, innblásinn af pólitískri ólgu og gagnrýninn á uppgang íslamskrar bókstafstrúar í heimalandi sínu. Sansal skrifar á frönsku og verk hans hafa unnið til helstu bókmenntaverðlauna í Frakklandi, þar á meðal Prix du Premier Roman sem hann hlaut árið 1999 fyrir frumraun sína, Le serment des Barbares.

Fyrsta skáldsaga Boualem Sansal sem kom út á ensku, The German Mujahid (Europa, 2009), hlaut RTL lesendaverðlaunin í Frakklandi og var fyrsta skáldverk arabísks rithöfundar til að viðurkenna helförina á prenti. Bækur hans hafa verið kerfisbundið ritskoðaðar í Alsír vegna gagnrýni þeirra á stjórnvöld þar í landi. Árið 2012 hlaut Sansal hin virtu Prix du Roman Arabe bókmenntaverðlaun, og jafnframt þýsku friðarverðlaunin árið 2011. Sjöunda skáldsaga hans, 2084: The End of the World, hlaut Gran Prix frönsku akademíunnar fyrir skáldskap.

Sansal var fangelsaður í Alsír 16. nóvember 2024 vegna pólitískra skoðana sinna og hann hefur nú verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Handtaka hans hefur aukið diplómatíska spennu milli Alsír og Frakklands en bækur hans hafa verið bannaðar í Alsír síðan árið 2006. 

Í dagskrá í tilefni af aldarártíð Thors Vilhjálmssonar (1925–2011) verður fjallað um verk Sansal. Á bókmenntahátíðinni verður hægt að skrifa nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist verður þess að Sansal verði látinn laus. Viðburðurinn fer fram sunnudaginn 27. apríl í Norræna húsinu klukkan 13 og er í samstarfi við Íslandsdeild PEN. Rithöfundurinn Sjón er formaður Íslandsdeilarinnar og mun sjá um viðburðinn ásamt þýðandanum Helgu Soffíu Einarsdóttur, sem ræddi einmitt við Sansal um verk hans þegar höfundurinn kom hingað á bókmenntahátíðina.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2025

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár