Heimilin leita meira til lífeyrissjóða – Verðtryggð húsnæðislán í sókn

Heim­ili leita í aukn­um mæli til líf­eyr­is­sjóða fyr­ir verð­tryggð lán til hús­næð­is­kaupa, þar sem lægstu breyti­legu vext­irn­ir eru pró­sentu­stigi lægri en hjá bönk­un­um. Líf­eyr­is­sjóðslán eru hins veg­ar í mörg­um til­fell­um ekki full­nægj­andi fjár­mögn­un­ar­kost­ur fyr­ir fólk með lít­ið eig­ið fé.

Heimilin leita meira til lífeyrissjóða – Verðtryggð húsnæðislán í sókn

Vísbendingar eru um aukna ásókn í óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa, samhliða lægri vöxtum á slíkum lánum. Samkvæmt nýjum Hagvísum Seðlabankans eru 44% af heildarfjárhægð nýrra fasteignalána til heimila var óverðtryggð í desember og janúar, en hlutdeild óverðtryggðra lána var að jafnaði 27% ellefu mánuði þar á undan. 

Þrátt fyrir að kaupsamningum hefur fjölgað á milli mánaða á þessu ári drógust hrein ný íbúðalán fjármálastofnana til heimila saman um 13% á milli janúar- og febrúarmánaðar. Í febrúar námu lánin alls 8,8 milljörðum króna og bendir það til þess að kaupendahópur fasteigna í febrúar hafi ekki verið eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS.

Fjármagna íbúðakaup með verðtryggðum lánum

Hrein ný verðtryggð íbúðalán námu 7,3 milljörðum króna hjá bönkunum og 9,5 milljörðum króna hjá lífeyrissjóðunum. Til frádráttar koma hins vegar uppgreiðslur á óverðtryggðum íbúðalánum, sem námu 7,1 milljörðum króna hjá bönkunum, en nær engar uppgreiðslur voru á óverðtryggðum lánum hjá lífeyrissjóðum.

Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum.

Samkvæmt mánaðaskýrslu HMS er bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina að finna hjá lífeyrissjóðunum. Líkt og myndin sýnir hér að neðan eru lægstu breytilegu vextir á verðtryggðum íbúðalánum um einu prósentustigi lægri hjá lífeyrissjóðum en hjá bönkunum.

Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7% á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6%. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8% hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum.

Tiltölulega lág veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum og hækkandi íbúðaverð gera það hins vegar að verkum að lífeyrissjóðslán eru í mörgum tilfellum ekki fullnægjandi fjármögnunarkostur fyrir fólk með lítið eigið fé. Kaupendahópur í febrúar var síður háður fjármögnun á íbúðamarkaði sem skýrir einnig að hluta til aukna aðsókn í verðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðum.

Til þess að hægt sé að bera saman vexti á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum verður að skoða raunvexti óverðtryggðra lána, þ.e. vexti að teknu tilliti til verðbólgu. Raunvextir hafa hækkað skarpt undanfarin tvö ár og munur á raunvöxtum óverðtryggðra og verðtryggðra lána minnkað töluvert. Í dag eru raunvextir óverðtryggðra lána 4,3%⁷ og verðtryggðir vextir 4,5%.

Munurinn á lánsformunum er að afborganir af verðtryggðum lánum eru lægri í upphafi lánstímans en höfuðstóllinn lækkar hægar þar sem verðbætur leggjast við höfuðstól lánsins. Vextir á óverðtryggðum lánum greiðast hins vegar að fullu í hvert sinn sem þarf að greiða af láninu og leggjast ekki við höfuðstólinn. Af þeim sökum er greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum þyngri í upphafi en lækkar eftir því sem líður á lánstímann.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár