Kristof og Jean-Christophe eru báðir afkastamiklir þýðendur íslenskra bókmennta en sá fyrrnefndi þýðir íslensk verk yfir á þýsku og síðarnefndur yfir á frönsku. Báðir hafa þýtt mikið af samtímabókmenntum og þeir eiga meðal annars sameiginlegt að hafa þýtt Hallgrím Helgason. Þegar annar þeirra segir: „Ef þú getur þýtt Hallgrím Helgason …“ – botnar hinn: „… þá ertu ókei!“
Þýðing Kristof á skáldsögunni 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp rataði inn á metsölulista Der Spiegel og fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Konan við 1000 gráður hlaut Jean-Christophe þýðingarverðlaun Þýðendabandalagsins í Frakklandi sem veitt eru þýðendum að þýða fyrstu bækur sínar. Hann var aðeins 28 ára gamall – en búinn að hljóta fágæta innsýn í nútímatungutak Íslendingsins eftir að hafa starfað á Kaffibarnum þar sem höfundurinn var vel kunnugur, um það leyti sem Kaffibarinn rataði inn í 101 Reykjavík. Eins þekkir Kristof Kaffibarinn ágætlega, vanur …
Athugasemdir