Við tókum upp á því að loka fyrir svokölluð roll-up, á miðvikudaginn í síðustu viku, eða að fólk gæti komið og lagt bílum sínum án þess að panta stæði. Það var til þess að tryggja stæði fyrir alla sem pöntuðu á netinu,“ útskýrir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það er hart barist um bílastæði við Keflavíkurflugvöll þessa páskana.
Fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú augljósasta er að páskafríið er seinna á árinu og kemur því inn í almenn ferðalög fólks. Þá eru einnig fleiri flugferðir í boði hjá sumum flugfélögum, svo sem Icelandair. Allt þetta gerir það að verkum að það er mikilvægara en oft áður að fjölskyldufólk hugi að bílastæðamálum fyrr en vanalega vilji það ekki auka á stressið sem fylgir því að ferðast á milli landa. Nóg er fyrir.
2.000 stæði
Guðjón segir að það hafi verið orðið fyrirséð að stæðin myndu fyllast að öðrum kosti og því hafi …
Athugasemdir