Ég heiti Bruno Pineda Ballester og er 29 ára. Núna bý ég á Laugaveginum en það styttist í að ég flytji í burtu frá Íslandi eftir tveggja ára dvöl.
Ég lærði hótelstjórnun á Írlandi og kom fyrst hingað vegna námsins en ákvað svo að vera áfram. Þá var ég ekki viss um hvað það væri við Ísland sem togaði í mig en svo kynntist ég landinu og öllu frábæra fólkinu, bæði erlendu og innlendu. Það hefur gert mér kleift að taka þátt í íslenskri menningu sem hefur verið einstaklega skemmtilegt.
Fann ástina
Nýlega kynntist ég konu hér á Íslandi. Ég velti því fyrir mér hvort það sé ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja hingað og fann að eitthvað togaði í mig.
Þetta hljómar klisjukennt en Ísland býr yfir miklum töfrum og fyrir mig voru töfrarnir að hitta konuna sem gæti mögulega verið minn lífsförunautur. Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju. Sjáum hvað setur en núna líður mér svona.
Yfir páskana fór ég í skírn á Fuertaventura með vinum mínum. Við vorum að fara í þessa klassísku íslensku ferð til Kanaríeyja. Ég er upprunalega þaðan. Skírnarbarnið heitir Einar Pedro sem er skemmtileg blanda úr menningarheimum tveggja eldfjallaeyja.
Athugasemdir