„Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju“

Bruno Pineda Bal­lester fann ást­ina á Ís­landi eft­ir tveggja ára dvöl.

„Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju“
Bruno Pineda Ballester Hefur búið á Íslandi í tvö ár og stefnir á vit ævintýranna eftir sumarið. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Bruno Pineda Ballester og er 29 ára. Núna bý ég á Laugaveginum en það styttist í að ég flytji í burtu frá Íslandi eftir tveggja ára dvöl. 

Ég lærði hótelstjórnun á Írlandi og kom fyrst hingað vegna námsins en ákvað svo að vera áfram. Þá var ég ekki viss um hvað það væri við Ísland sem togaði í mig en svo kynntist ég landinu og öllu frábæra fólkinu, bæði erlendu og innlendu. Það hefur gert mér kleift að taka þátt í íslenskri menningu sem hefur verið einstaklega skemmtilegt.

Fann ástina

Nýlega kynntist ég konu hér á Íslandi. Ég velti því fyrir mér hvort það sé ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja hingað og fann að eitthvað togaði í mig.

Þetta hljómar klisjukennt en Ísland býr yfir miklum töfrum og fyrir mig voru töfrarnir að hitta konuna sem gæti mögulega verið minn lífsförunautur. Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju. Sjáum hvað setur en núna líður mér svona. 

Yfir páskana fór ég í skírn á Fuertaventura með vinum mínum. Við vorum að fara í þessa klassísku íslensku ferð til Kanaríeyja. Ég er upprunalega þaðan. Skírnarbarnið heitir Einar Pedro sem er skemmtileg blanda úr menningarheimum tveggja eldfjallaeyja. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu