Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju“

Bruno Pineda Bal­lester fann ást­ina á Ís­landi eft­ir tveggja ára dvöl.

„Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju“
Bruno Pineda Ballester Hefur búið á Íslandi í tvö ár og stefnir á vit ævintýranna eftir sumarið. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Bruno Pineda Ballester og er 29 ára. Núna bý ég á Laugaveginum en það styttist í að ég flytji í burtu frá Íslandi eftir tveggja ára dvöl. 

Ég lærði hótelstjórnun á Írlandi og kom fyrst hingað vegna námsins en ákvað svo að vera áfram. Þá var ég ekki viss um hvað það væri við Ísland sem togaði í mig en svo kynntist ég landinu og öllu frábæra fólkinu, bæði erlendu og innlendu. Það hefur gert mér kleift að taka þátt í íslenskri menningu sem hefur verið einstaklega skemmtilegt.

Fann ástina

Nýlega kynntist ég konu hér á Íslandi. Ég velti því fyrir mér hvort það sé ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja hingað og fann að eitthvað togaði í mig.

Þetta hljómar klisjukennt en Ísland býr yfir miklum töfrum og fyrir mig voru töfrarnir að hitta konuna sem gæti mögulega verið minn lífsförunautur. Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju. Sjáum hvað setur en núna líður mér svona. 

Yfir páskana fór ég í skírn á Fuertaventura með vinum mínum. Við vorum að fara í þessa klassísku íslensku ferð til Kanaríeyja. Ég er upprunalega þaðan. Skírnarbarnið heitir Einar Pedro sem er skemmtileg blanda úr menningarheimum tveggja eldfjallaeyja. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár