„Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju“

Bruno Pineda Bal­lester fann ást­ina á Ís­landi eft­ir tveggja ára dvöl.

„Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju“
Bruno Pineda Ballester Hefur búið á Íslandi í tvö ár og stefnir á vit ævintýranna eftir sumarið. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Bruno Pineda Ballester og er 29 ára. Núna bý ég á Laugaveginum en það styttist í að ég flytji í burtu frá Íslandi eftir tveggja ára dvöl. 

Ég lærði hótelstjórnun á Írlandi og kom fyrst hingað vegna námsins en ákvað svo að vera áfram. Þá var ég ekki viss um hvað það væri við Ísland sem togaði í mig en svo kynntist ég landinu og öllu frábæra fólkinu, bæði erlendu og innlendu. Það hefur gert mér kleift að taka þátt í íslenskri menningu sem hefur verið einstaklega skemmtilegt.

Fann ástina

Nýlega kynntist ég konu hér á Íslandi. Ég velti því fyrir mér hvort það sé ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja hingað og fann að eitthvað togaði í mig.

Þetta hljómar klisjukennt en Ísland býr yfir miklum töfrum og fyrir mig voru töfrarnir að hitta konuna sem gæti mögulega verið minn lífsförunautur. Á kaldasta landi Evrópu fann ég hlýju. Sjáum hvað setur en núna líður mér svona. 

Yfir páskana fór ég í skírn á Fuertaventura með vinum mínum. Við vorum að fara í þessa klassísku íslensku ferð til Kanaríeyja. Ég er upprunalega þaðan. Skírnarbarnið heitir Einar Pedro sem er skemmtileg blanda úr menningarheimum tveggja eldfjallaeyja. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár