Ég hjó höfuðin af óvinum mínum og staflaði þeim í súlu fyrir utan borgarhlið þeirra. Þá sem eftir lifðu fláði ég. Húðir þeirra lét ég negla á borgarmúrana … Ég drap 200.150 óvini, unga og gamla, karla og konur. Ég staflaði líkum þeirra í hauga …Ég brenndi borgir þeirra til grunna … Ég hjó af þeim hendur og fætur … Ég skar af þeim nef, eyru og fingur … Ég hneppti tugþúsundir þeirra í þrældóm, þeir stynja undir oki mínu …“
Rómaðir fyrir grimmd
Þessum þokkalegu afreksverkum lýstu konungar Assyríu hinnar fornu á hendur sér, þeir sem fóru um Mið-Austurlönd með eldi og sverði tæpum þúsund árum fyrir upphaf tímatals okkar. Assyría var í uppsveitum Mesópótamíu eða Íraks en konungar á borð við Assúrbanípal, Tíglaþpíleser og Sennakeríb lögðu undir sig heilmikil svæði allt frá Egiftalandi til Anatólíu og þar á meðal Palestínu.
Assyríumenn voru rómaðir fyrir grimmd í garð sigraðra …
Athugasemdir