„Við erum ekki valdalaus,“ segir Arndís Kjartansdóttir sem var á meðal þeirra fremstu í hópi mótmælenda í Hafnarfirði sem börðust gegn Coda Terminal-verkefninu. Carbfix tilkynnti í síðustu viku að það ætlaði að hætta við niðurdælingarverkefnið.
Verkefnið gekk út á að flytja inn minnst þrjár milljónir tonna af koldíoxíði frá erlendri stóriðju og dæla ofan í jörðu nærri Völlunum í Hafnarfirði. Afleiðingarnar eru töluverðar, Carbfix fékk hæsta styrk sem íslenskt nýsköpunarfyrirtæki hefur fengið til verkefnis hér á landi, eða um 16 milljarða króna, og er hann í uppnámi vegna þessa þar sem ekki er ljóst hvort það sé hægt að færa hann yfir á annað verkefni. Það er því ljóst að ákvörðunin hefur töluverð áhrif á Carbfix.
Heimildin greindi í janúar frá stórhuga áætlunum Carbfix tengdum Coda Terminal-verkefninu. Stjórnendur sáu fyrir sér að fyrirtækið myndi velta um tveimur milljörðum dollara á viðskiptunum. …
Svo er augljóst að andstæðingar verkefnisins trúa því ekki að alheimshlýnun vegna aukns koldíoxíðs í andrúmslofti sé vandamál.