Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Mótmælendur í Hafnarfirði: Sýndi að við vorum ekki valdalaus

Mót­mæl­end­ur í Hafnar­firði eru sig­ur­reif­ir eft­ir að Car­bfix til­kynnti að fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að hætta við Coda Term­inal-verk­efn­ið í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi seg­ir að það hafi stað­ið á pen­inga­hlið­inni.

Mótmælendur í Hafnarfirði: Sýndi að við vorum ekki valdalaus
Til stóð að hafa borteiga nærri íbúabyggð á Völlunum. Mynd: Golli

„Við erum ekki valdalaus,“ segir Arndís Kjartansdóttir sem var á meðal þeirra fremstu í hópi mótmælenda í Hafnarfirði sem börðust gegn Coda Terminal-verkefninu. Carbfix tilkynnti í síðustu viku að það ætlaði að hætta við niðurdælingarverkefnið. 

Verkefnið gekk út á að flytja inn minnst þrjár milljónir tonna af koldíoxíði frá erlendri stóriðju og dæla ofan í jörðu nærri Völlunum í Hafnarfirði. Afleiðingarnar eru töluverðar, Carbfix fékk hæsta styrk sem íslenskt nýsköpunarfyrirtæki hefur fengið til verkefnis hér á landi, eða um 16 milljarða króna, og er hann í uppnámi vegna þessa þar sem ekki er ljóst hvort það sé hægt að færa hann yfir á annað verkefni. Það er því ljóst að ákvörðunin hefur töluverð áhrif á Carbfix.

Heimildin greindi í janúar frá stórhuga áætlunum Carbfix tengdum Coda Terminal-verkefninu. Stjórnendur sáu fyrir sér að fyrirtækið myndi velta um tveimur milljörðum dollara á viðskiptunum. …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GT
    Geir Thorolfsson skrifaði
    Þetta er sorgleg niðurstaða. Það er augljóst að andstæðingar Coda verkefnisins hafa ekki kynnt sér málið nægilega vel. Til dæmis ekki lesið (eða ekki skilið) umhverfismatsskýrsluna. Andstæðingarnir hafa augljóslega trúað gífuryðum nettrölla og ofanskráðra blaðamanna um að hér ætti að drepa fólk með eitri.
    Svo er augljóst að andstæðingar verkefnisins trúa því ekki að alheimshlýnun vegna aukns koldíoxíðs í andrúmslofti sé vandamál.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu