Mótmælendur í Hafnarfirði: Sýndi að við vorum ekki valdalaus

Mót­mæl­end­ur í Hafnar­firði eru sig­ur­reif­ir eft­ir að Car­bfix til­kynnti að fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að hætta við Coda Term­inal-verk­efn­ið í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi seg­ir að það hafi stað­ið á pen­inga­hlið­inni.

Mótmælendur í Hafnarfirði: Sýndi að við vorum ekki valdalaus
Til stóð að hafa borteiga nærri íbúabyggð á Völlunum. Mynd: Golli

„Við erum ekki valdalaus,“ segir Arndís Kjartansdóttir sem var á meðal þeirra fremstu í hópi mótmælenda í Hafnarfirði sem börðust gegn Coda Terminal-verkefninu. Carbfix tilkynnti í síðustu viku að það ætlaði að hætta við niðurdælingarverkefnið. 

Verkefnið gekk út á að flytja inn minnst þrjár milljónir tonna af koldíoxíði frá erlendri stóriðju og dæla ofan í jörðu nærri Völlunum í Hafnarfirði. Afleiðingarnar eru töluverðar, Carbfix fékk hæsta styrk sem íslenskt nýsköpunarfyrirtæki hefur fengið til verkefnis hér á landi, eða um 16 milljarða króna, og er hann í uppnámi vegna þessa þar sem ekki er ljóst hvort það sé hægt að færa hann yfir á annað verkefni. Það er því ljóst að ákvörðunin hefur töluverð áhrif á Carbfix.

Heimildin greindi í janúar frá stórhuga áætlunum Carbfix tengdum Coda Terminal-verkefninu. Stjórnendur sáu fyrir sér að fyrirtækið myndi velta um tveimur milljörðum dollara á viðskiptunum. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GT
    Geir Thorolfsson skrifaði
    Þetta er sorgleg niðurstaða. Það er augljóst að andstæðingar Coda verkefnisins hafa ekki kynnt sér málið nægilega vel. Til dæmis ekki lesið (eða ekki skilið) umhverfismatsskýrsluna. Andstæðingarnir hafa augljóslega trúað gífuryðum nettrölla og ofanskráðra blaðamanna um að hér ætti að drepa fólk með eitri.
    Svo er augljóst að andstæðingar verkefnisins trúa því ekki að alheimshlýnun vegna aukns koldíoxíðs í andrúmslofti sé vandamál.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Orrustan um Hafnarfjörð
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár