Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 4. apríl 2025: Hvaða fáni er þetta? – og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 4. apríl.

Spurningaþraut Illuga 4. apríl 2025: Hvaða fáni er þetta? – og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hvaða ríki hefur þennan fána?
Seinni myndaspurning:Hvaða ríki hefur þennan fána?
  1. Litlar stjörnur og Óskasteinar eru meðal mest spiluðu laga á Íslandi frá upphafi Spotify. Hver syngur þessi lög og fleiri svipuð?
  2. Í hvaða borg bjó góði dátinn Sveijk?
  3. „Það búa litlir dvergar í björtum dal / á bak við fjöllin háu í skógarsal. / Byggðu hlýja bæinn sinn, /brosir þangað sólin inn.“ Hvað svo?
  4. Hvaða ríki tilheyra Madeira-eyjar?
  5. Milli Berufjarðar og Fáskrúðsfjarðar á Austurlandi eru tvær byggðir í fjörðum eða flóum, víkum eða vogum. Hvað heita þessar tvær byggðir? Báðar þurfa að vera réttar!
  6. Galba, Othó og Vítellius gegndu allir einu og sama starfinu á einu og sama árinu. Hvaða starfi?
  7. Í hvaða landi er Mute B. Egede forsætisráðherra?
  8. Fóbos og Deimos (Ótti og Hryllingur) hétu tveir grimmlyndir piltar í grísku goðafræðinni og fylgdu ætíð föður sínum, sem var einn meginguðanna. Hvað hét faðirinn sem Fóbos og Deimos fylgdu – en nöfn feðganna þriggja eru nú einnig notuð í allt öðru samhengi.
  9. Hver beitti sér fyrir því að friðarsúla væri sett upp í Reykjavík?
  10. Hvar fæddist Jón Sigurðsson forseti þann 17. júní?
  11. En hvaða ár?
  12. Hvað er millinafn söngvarans og fréttamannsins Ómars Ragnarssonar?
  13. Hvað voru Grágás og Járnsíða í íslenskri sögu?
  14. Ein af persónum Ladda varð síðar umdeild af því hún þótti styðjast um of við úreltar staðalímyndir af tiltekinni þjóð. Laddi hefur nú gert það mál upp, en hvað nefndist persónan?
  15. Hvað heitir 296 metra hátt fjall á mótum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sem vinsælt er að klífa upp?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er fáni Indónesíu. Á seinni myndinni er fáni Póllands.
Svör við almennum spurningum:
1.  Hafdís Huld.  —  2.  Prag.  —  3.  „Fjöllin (fellin) enduróma (allt) þeirra tal.“  —  4.  Portúgal.  —  5.  Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður.  —  6.  Keisara Rómaveldis.  —  7.  Á Grænlandi.  —  8.  Mars, stríðsguðinn. Fóbos og Deimos heita nú tungl plánetunnar Mars.  —  9.  Yoko Ono.  —  10.  Eyri/Hrafnseyri.  —  11.  1811.  —  12.  Þorfinnur.  —  13.  Lögbækur.  —  14.  Grínverjinn.  —  15.  Úlfarsfell.
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • 10 & 2
    0
  • TOK
    Tómas og Katla skrifaði
    2 & 7, hefur gengið betur…. Áfram gakk :)
    0
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    13/2 í dag. Mér finnst svarið við spurningu 8 í meira lagi undarlegt. Í það minnsta ætti að gefa rétt fyrir Ares, þar sem hann er stríðsguðinn í grísku goðafræðinni, sem er einmitt nefnd til sögunnar í spurningunni. Deimos og Fóbos voru synir Aresar; ekki Mars.
    1
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    11-1
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár