Forfeðurnir sem höfnuðu framförum

Í 4.000 ár neit­uðu íbú­ar á einu svæði heims­ins að taka upp það sem all­ir aðr­ir töldu til fram­fara og við hneigj­umst til að álíta sjálfsagt og óhjá­kvæmi­legt.

Forfeðurnir sem höfnuðu framförum
Gröf sem nýlega fannst í Hergla í Túnis Þessi karlmaður hafði tengsl við umheiminn. Það vitum við því í gröfinni fannst vottur af ösku frá eldfjallaeyjunni Pantellera milli Ítalíu og Túnis. En hann var einn þeirra sem vildu ekki taka upp lifnaðarhætti umheimsins, heldur vildi halda sínum siðum. Myndina tók ítalski vísindamaðurinn Simone Mulazzini.

Sú var tíð að sagan af nýsteinöld var einföld.

Mannkyn af ýmsu þroskastigi og af ýmsum tegundum hafði bjástrað á steinöldinni í tvær, þrjár milljónir ára, lifað sem veiðimenn og safnarar og brúkað í lífsbaráttunni þau steintól ýmis sem steinöldin er einmitt kennd við.

En svo gerðist það á tilteknum tímapunkti að maðurinn – og kannski var það kona – leit í kringum sig og sá að í kringum flest þau bráðabirgðaból sem hópurinn hans eða hennar notuðu á flakki sínu eftir veiðidýrum og öðru ætilegu, í kringum þau ból voru farnar að spretta töluvert gróskubetri jurtir en úti á mörkinni.

Leifar og úrgangur frá manninum virtust sem sé hafa góð áhrif á sprettuna.

Og það mætti kannski hjálpa eitthvað til, svo sprettan yrði enn þá betri og jurtirnar enn girnilegri?

Byltingin mesta!

Einhvern veginn þannig má gera sér í hugarlund að landbúnaður hafi upphafist. Kannski var það að …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana skrifaði
    Bara alveg skínandi grein til umhugsunar. Takk kærlega fyrir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár