Sú var tíð að sagan af nýsteinöld var einföld.
Mannkyn af ýmsu þroskastigi og af ýmsum tegundum hafði bjástrað á steinöldinni í tvær, þrjár milljónir ára, lifað sem veiðimenn og safnarar og brúkað í lífsbaráttunni þau steintól ýmis sem steinöldin er einmitt kennd við.
En svo gerðist það á tilteknum tímapunkti að maðurinn – og kannski var það kona – leit í kringum sig og sá að í kringum flest þau bráðabirgðaból sem hópurinn hans eða hennar notuðu á flakki sínu eftir veiðidýrum og öðru ætilegu, í kringum þau ból voru farnar að spretta töluvert gróskubetri jurtir en úti á mörkinni.
Leifar og úrgangur frá manninum virtust sem sé hafa góð áhrif á sprettuna.
Og það mætti kannski hjálpa eitthvað til, svo sprettan yrði enn þá betri og jurtirnar enn girnilegri?
Byltingin mesta!
Einhvern veginn þannig má gera sér í hugarlund að landbúnaður hafi upphafist. Kannski var það að …
Athugasemdir (1)