Að minnsta kosti 200 börn hafa verið drepin á Gaza síðan ísraelskar hersveitir rufu tveggja mánaða vopnahlé og hófu umfangsmiklar árásir á svæðið. Árásirnar hófust aðfaranótt þriðjudags, þegar 100 samstilltar loftárásir voru gerðar víðs vegar um Gazasvæðið.
Upplýsinga- og staðreyndateymi Al Jazeera, SANAD, hefur auðkennt 23 skotmörk sem ísraelski herinn réðst á frá dögun fram til um klukkan 14:00 að staðartíma á þriðjudag. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza hafa yfir 500 Palestínumenn verið drepnir síðan árásirnar hófust á ný, þar á meðal 200 börn, og rúmlega 900 særst.
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur lýst yfir fullum stuðningi við endurnýjaðar loft- og landárásir Ísraels á Gaza, að því er Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, sagði á fimmtudag. Hún kenndi Hamas um ofbeldið.
„Hann styður Ísrael og IDF [ísraelska herinn] og þær aðgerðir sem þeir hafa ráðist í síðustu daga,“ sagði Leavitt við blaðamenn þegar hún var spurð hvort Trump væri að reyna að koma …
Athugasemdir