Skrítið að standa ekki við verðið opinberlega

Benja­mín Ju­li­an, verk­efna­stjóra verð­lags­eft­ir­lits ASÍ, finnst dap­ur­legt og skrít­ið að Mela­búð­in leyfi ekki verð­töku í búð­inni. „Ég hef eng­an áhuga á því að lenda í ein­hverju orða­skaki við versl­un­ar­eig­end­ur.“

Skrítið að standa ekki við verðið opinberlega
Hverfisbúð Verslunarstjóri Meðalbúðarinnar sagði í vikunni að samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og úrvals dragi upp skakka mynd. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Ég held að það sjái flestir í hendi sér að það er fáránlegt að þú ætlir að rukka verð sem þú þorir síðan ekki að fólk heyri af. Ef þú stendur við verðið þegar þú ert að rukka – þá er skrítið að þú standir ekki við það opinberlega.“

Benjamín Juliansegir Melabúðina andsnúna því að fólk viti verðlag verslunarinnar.

Þetta segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, í samtali við Heimildina. Í vikunni var fjallað um að Melabúðin hefði sett sig upp á móti verðtöku á vegum ASÍ í búðinni.

„Við erum að skoða verð á mjög breiðum grunni og svo birtum við greiningar úr því. Sem liður í því höfum við verið að kíkja inn í fleiri búðir á matvörumarkaði, til dæmis Melabúðina. Það gerist síðan um daginn að verðtökumanninum okkar þar var sagt að hætta,“ útskýrir Benjamín.

Aðspurður segir hann að slík afstaða einskorðist ekki við Melabúðina en að það sé sjaldgæft að verðtaka sé ekki leyfð. Þetta viðmót hafi þó mætt ASÍ áður í þessari tilteknu búð. „Þau vilja ekki að fólk viti verðlag verslunarinnar áður en það kemur til þeirra.“

Benjamín bendir á að enginn myndi ganga blindandi um búð og kaupa vörur. „Þú myndir alltaf vilja vita hvað þú ert að kaupa og á hvaða verði, það er hluti af því að vita áður en þú ferð að versla hvar verslanirnar standa.“

„Ég kommenta svo sem ekkert á gæðin, það er eitthvað sem hver fyrir sig verður að meta“

Melabúðin hefur svarað ASÍ og sagt óskiljanlegt að hnýtt sé í litla hverfisverslun sem geri út á gæði og þjónustu, í stað þess að beina spjótum að stærri aðilum á matvörumarkaði. 

„Ég kommenta svo sem ekkert á gæðin, það er eitthvað sem hver fyrir sig verður að meta. En úrvalið skarast að næstum öllu leyti við aðrar verslanir þegar það kemur að strikamerkjavörum. Það truflar mig ekkert á hvaða grunni fólk fer út að versla, ég vil bara að þau viti hvað þau eru að fara að borga áður en þau labba af stað,“ segir Benjamín. 

„Við erum hérna til þess að upplýsa fólk um hvað það er að koma sér í með því að fara í mismunandi verslanir og það truflar okkur náttúrlega þegar það er verið að gera okkur það erfitt.“

Benjamín segir að lokum að sér finnist afstaða Melabúðarinnar undarleg. „Mér finnst þetta dapurlegt og smá skrítið. Mér finnst ekkert gaman að fréttirnar okkar snúist um þetta. Ég vil bara að við getum gefið heiðarlegar og góðar fréttir um það hvernig verðlag er á Íslandi, sem er okkar hlutverk og vinna. Ég hef engan áhuga á því að lenda í einhverju orðaskaki við verslunareigendur út af einhverju svona.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu