Við erum sálufélagar

Hjón­in Pan Thor­ar­en­sen og Guð­rún Lár­us­dótt­ir sitja á bekk við tjörn­ina og njóta fyrsta al­vöru vor­dags­ins. Þau kynnt­ust á göt­um mið­borg­ar­inn­ar fyr­ir 20 ár­um og hér finnst þeim best að vera. Þau eru sálu­fé­lag­ar.

Við erum sálufélagar
Sigling Hjónin Guðrún Lárusdóttir og Pan Thorarensen hafa ferðast saman í gegnum lífið í 20 ár. „Stundum eru öldur og stundum er lygnt. Við erum alltaf á einhverri siglingu,“ segir Guðrún. Mynd: Heimildin/Erla María

Þetta er fyrsti vordagurinn í dag, við finnum hitann frá sólinni. Nú er þetta að gerast, loksins. Páskarnir eru svo seint, maður vonar að það komi ekki páskahret, en hver veit?“ segir Guðrún Lárusdóttir, sem situr á bekk við Reykjavíkurtjörn ásamt Pan Thorarensen, eiginmanni sínum. 

Hvernig lágu leiðir ykkar saman? 

„Það var bara á götum borgarinnar,“ segir Pan. „Og tilviljanir,“ segir Guðrún. „Það gerist allt í miðborginni,“ bætir Pan við. 

Hvað heillaði í fari hvort annars? 

„Við erum sálufélagar, var það ekki eitthvað svoleiðis? Við réðum ekki við þetta. Við erum mjög lík innra með okkur, tilfinningalega. Það er alltaf gaman,“ segir Guðrún og Pan tekur undir. „Við erum bæði easy going, það er ekkert stress.“

„Við erum hjón, búin að vera í nokkur ár og saman í næstum því 20. Við erum búin að búa í miðbænum síðustu sex árin og viljum hvergi annars staðar vera. Það er bara þessi þorpsfílingur, maður bara hleypur á milli staða og fær allt sem maður þarf á að halda. Við erum sjálf með rekstur í miðbænum og erum að harka, eða ekki. Bara hafa gaman. En við erum ekkert að græða. En okkur finnst við bera samfélagslega ábyrgð, að það séu ekki bara túristar í miðbænum,“ segir Guðrún. 

„Stundum eru öldur og stundum er lygnt

Pan mænir út í vorkyrrðina á Tjörninni, þar til flugvél kemur inn til lendingar. Hann er alltaf að leita að hljóðum, hann starfar í tónlist og skapar hljóðheima. Guðrún sér meira um talið, að minnsta kosti þessa stundina. „Við erum búin að sjá um tónlistarhátíð í 15 ár, Extreme Chill, hún er jafngömul og barnið okkar. Við eigum eiginlega tvö börn, eða þrjú. Þetta er Nóra, sem kom upp í hendurnar á okkur fyrir þremur árum síðan,“ segir Guðrún og bendir á hundinn Nóru sem fylgist með fuglalífinu. „Hún kom í pössun, átti að vera í tvær vikur en hún er enn þá hjá okkur og mun ekki fara neitt. Hún er orðin partur af fjölskyldunni.“

„Þetta er ferðalag hjá okkur. Stundum eru öldur og stundum er lygnt. Við erum alltaf á einhverri siglingu. Það eru aldrei nein læti samt,“ segir Guðrún. Pan á lokaorðin: „Alltaf mikið í gangi. En aldrei stress.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár