Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja skipa Björn Gíslason, borgarfulltrúa flokksins, í menningar- og íþróttaráð borgarinnar. Tillaga um það liggur fyrir fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir. Birni hefur áður verið gert að víkja úr sama ráði vegna vanhæfis. Hann hefur síðan árið 2001 setið í aðalstjórn íþróttafélagsins Fylkis.
Björn er núverandi formaður Fylkis og hefur félagið, eins og önnur íþróttafélög í borginni, haft um árabil umsjón með rekstri íþróttamannvirkja í eigu borgarinnar og hlotið styrki frá henni. Ráðið, sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks vill að Björn taki sæti í, er ætlað að hafa eftirlit með rekstri íþróttamannvirkja sem borgin á eða veitir styrki til.
Oddviti Sjálfstæðismanna sætti sig ekki við þessa niðurstöðu, að Björn væri vanhæfur til að taka sæti í ráðinu, og óskaði árið 2023 eftir skriflegum rökstuðningi. Sá rökstuðningur barst frá skrifstofu borgarstjóra og er birtur samhliða tillögunni nú í dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag.
Þar segir meðal annars að ef Björn tæki …
Athugasemdir (1)