Bæjarfulltrúi um Coda Terminal: Þetta er fullreynt

Bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Hafnar­firði seg­ir full­reynt að koma Coda Term­inal verk­ef­inu á lagg­irn­ar í Hafnar­firði. Hann bend­ir á að rekstr­ar­grund­völl­ur þess sé of veik­ur í snúnu heim­spóli­tísku and­rúms­lofti þar sem áhersl­an eykst á varn­ar­mál.

Bæjarfulltrúi um Coda Terminal: Þetta er fullreynt
Orri Björnsson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

„Ég lít á þetta þannig, að þetta sé búið,“ segir Orri Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, og á þá við verkefni Carbfix, Coda Terminal í Hafnarfirði. Hann er þá annar bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu sem er andvígur Coda Terminal-verkefninu, en fyrir hefur Kristín María Thoroddsen lýst yfir verulegum efasemdum í tengslum við niðurdælingastöðina sem Carbfix vildi staðsetja nærri íbúabyggð Vallarhverfisins í bænum.

Of veikur rekstrargrundvöllur

Mikill styr hefur staðið um verkefnið og féllst bæjarstjórn á að efna til íbúakosninga um málið að kröfu íbúa, en bæjarstjórn áskilur sér líka réttinn til þess að láta málið niður falla áður en til kosninga kemur, náist ekki ásættanlegir samningar við Carbfix. Ekkert bólar á þeim að sögn Orra, og þeir sem fyrir liggja eru óásættanlegir að mati bæjarfulltrúans.

Orri sagði í morgun á Facebook að honum þætti rekstrargrundvöllur verkefnisins of veikur, og setti það í samhengið við grein Björns Lomborg, umdeilds dansks stjórnmálafræðings, sem reifaði þá skoðun sína að loftslagslausnir Evrópusambandsins þyrftu að víkja fyrir aukinni áherslu á varnarmál. Í reynd má segja að ef svo færi, yrði fótunum kippt undan tilvistargrundvelli verkefna eins og Coda Terminal.  

„það hefur ekki verið raunverulegur vilji að hálfu forsvarsmanna verkefnisins til að ræða fjármögnun þeirra innviða sem þarf til að það verði að veruleika,“ sagði Orri á Facebook og bætti við: „Ástæðan er að með einfaldri ákvörðun getur fjárhagsgrunnur verkefnisins horfið yfir nótt.  Af þessum ástæðum tel ég fullreynt að halda áfram viðræðum um Coda Terminal og farsælast að ljúka þeim hið fyrsta.“

Snúið andrúmsloft

„Viðskiptamódelið gengur út á það að það verði áfram verslað með þessar heimildir,“ segir Orri og bætir við: „Ef það breytist, og menn vilja eyða meiru í varnarmál, er kerfið dottið upp fyrir.“

Þótt þetta sé lítið annað en vangaveltur, þykir Orra það samt varpa ljósi á veikleika verkefnisins séð út frá rekstrarlegum forsendum sem geti breyst nokkuð fljótt í snúnu pólitísku andrúmslofti Evrópu þessa stundina. 

Stefndu á meiriháttar hagnað

Heimildin greindi frá stórhuga áætlunum Carbfix varðandi Coda Terminal-verkefnið og var engan bilbug að finna á fyrirtækinu í kynningum þess til fjárfesta, en fyrirtækið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var áætlað að fyrirtækið myndi þéna hundruð milljarða á starfsemi sinni með því að flytja inn koldíoxíð frá meginlandi Evrópu til förgunar hér á landi.

Fátt virðist þó benda til þess að fyrirtækið sé í stakk búið til þess að flytja inn þrjár til fimm milljónir tonna af koldíoxíði til landsins. Engir samningar hafa náðst við fjárfesta þrátt fyrir að viðræður hafi staðið yfir síðan árið 2023. Ekkert skip hefur verið smíðað til þess að flytja koldíoxíðið á milli landa og lítið sem ekkert liggur fyrir um það hvernig viðskiptavinir Coda terminal hyggjast safna koldíoxíðinu til þess að selflytja til Íslands. Þá hefur ríkt leynd yfir því hvaða fyrirtæki það eru sem Coda Terminal muni skipta við, en Heimildin greindi frá því að á meðal fyrirtækja yrðu stærstu stál- og sementsframleiðendur í heimi. Fyrirtæki sem losa á annað hundrað milljónir af Co2 á ári.

Carbfix dælir nú á milli átta til tólf þúsund tonnum af koldíoxíði árlega ofan í jörðina við Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Myndi þá magnið aukast að minnsta kosti um 25 þúsund prósent nái fyrirtækið að safna svo miklu koldíoxíði á ári eins og áætlanir stefna að. 

Carbfix gerði í upphafi árs viljayfirlýsingu við Þorlákshöfn um að koma upp sambærilegu verkefni þar í bæ. Það er enn í vinnslu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Orrustan um Hafnarfjörð
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu