Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bæjarfulltrúi um Coda Terminal: Þetta er fullreynt

Bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Hafnar­firði seg­ir full­reynt að koma Coda Term­inal verk­ef­inu á lagg­irn­ar í Hafnar­firði. Hann bend­ir á að rekstr­ar­grund­völl­ur þess sé of veik­ur í snúnu heim­spóli­tísku and­rúms­lofti þar sem áhersl­an eykst á varn­ar­mál.

Bæjarfulltrúi um Coda Terminal: Þetta er fullreynt
Orri Björnsson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

„Ég lít á þetta þannig, að þetta sé búið,“ segir Orri Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, og á þá við verkefni Carbfix, Coda Terminal í Hafnarfirði. Hann er þá annar bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu sem er andvígur Coda Terminal-verkefninu, en fyrir hefur Kristín María Thoroddsen lýst yfir verulegum efasemdum í tengslum við niðurdælingastöðina sem Carbfix vildi staðsetja nærri íbúabyggð Vallarhverfisins í bænum.

Of veikur rekstrargrundvöllur

Mikill styr hefur staðið um verkefnið og féllst bæjarstjórn á að efna til íbúakosninga um málið að kröfu íbúa, en bæjarstjórn áskilur sér líka réttinn til þess að láta málið niður falla áður en til kosninga kemur, náist ekki ásættanlegir samningar við Carbfix. Ekkert bólar á þeim að sögn Orra, og þeir sem fyrir liggja eru óásættanlegir að mati bæjarfulltrúans.

Orri sagði í morgun á Facebook að honum þætti rekstrargrundvöllur verkefnisins of veikur, og setti það í samhengið við grein Björns Lomborg, umdeilds dansks stjórnmálafræðings, sem reifaði þá skoðun sína að loftslagslausnir Evrópusambandsins þyrftu að víkja fyrir aukinni áherslu á varnarmál. Í reynd má segja að ef svo færi, yrði fótunum kippt undan tilvistargrundvelli verkefna eins og Coda Terminal.  

„það hefur ekki verið raunverulegur vilji að hálfu forsvarsmanna verkefnisins til að ræða fjármögnun þeirra innviða sem þarf til að það verði að veruleika,“ sagði Orri á Facebook og bætti við: „Ástæðan er að með einfaldri ákvörðun getur fjárhagsgrunnur verkefnisins horfið yfir nótt.  Af þessum ástæðum tel ég fullreynt að halda áfram viðræðum um Coda Terminal og farsælast að ljúka þeim hið fyrsta.“

Snúið andrúmsloft

„Viðskiptamódelið gengur út á það að það verði áfram verslað með þessar heimildir,“ segir Orri og bætir við: „Ef það breytist, og menn vilja eyða meiru í varnarmál, er kerfið dottið upp fyrir.“

Þótt þetta sé lítið annað en vangaveltur, þykir Orra það samt varpa ljósi á veikleika verkefnisins séð út frá rekstrarlegum forsendum sem geti breyst nokkuð fljótt í snúnu pólitísku andrúmslofti Evrópu þessa stundina. 

Stefndu á meiriháttar hagnað

Heimildin greindi frá stórhuga áætlunum Carbfix varðandi Coda Terminal-verkefnið og var engan bilbug að finna á fyrirtækinu í kynningum þess til fjárfesta, en fyrirtækið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var áætlað að fyrirtækið myndi þéna hundruð milljarða á starfsemi sinni með því að flytja inn koldíoxíð frá meginlandi Evrópu til förgunar hér á landi.

Fátt virðist þó benda til þess að fyrirtækið sé í stakk búið til þess að flytja inn þrjár til fimm milljónir tonna af koldíoxíði til landsins. Engir samningar hafa náðst við fjárfesta þrátt fyrir að viðræður hafi staðið yfir síðan árið 2023. Ekkert skip hefur verið smíðað til þess að flytja koldíoxíðið á milli landa og lítið sem ekkert liggur fyrir um það hvernig viðskiptavinir Coda terminal hyggjast safna koldíoxíðinu til þess að selflytja til Íslands. Þá hefur ríkt leynd yfir því hvaða fyrirtæki það eru sem Coda Terminal muni skipta við, en Heimildin greindi frá því að á meðal fyrirtækja yrðu stærstu stál- og sementsframleiðendur í heimi. Fyrirtæki sem losa á annað hundrað milljónir af Co2 á ári.

Carbfix dælir nú á milli átta til tólf þúsund tonnum af koldíoxíði árlega ofan í jörðina við Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Myndi þá magnið aukast að minnsta kosti um 25 þúsund prósent nái fyrirtækið að safna svo miklu koldíoxíði á ári eins og áætlanir stefna að. 

Carbfix gerði í upphafi árs viljayfirlýsingu við Þorlákshöfn um að koma upp sambærilegu verkefni þar í bæ. Það er enn í vinnslu.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Spurning frá einum fáfróðum: Hvers vegna þarf á flytja CO2 til landsins til förgunar, þegar það er nú þegar hluti andrúmsloftsins, og því væntanldga aðgengilegt alls staðar?
    0
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Þessi fullyrðing um að "ekkert skip hefur verið smíðað til þess að flytja koldíoxíðið á milli landa" er röng. Þegar hafa tvö CO2 flutingaskip (Northern Pioneer, Northern Pathfinder) verið smíðuð og önnur tvö eru í smíðum í Kína.
    Carbfix og Dan-Unity hafa samið um flutninga á CO2 frá Evrópu til Straumsvíkur og Dan- Unity hyggst láta sömu skipaverkfræðistofu (TGE-Marine) hanna CO2 flutningskip fyrir sig og þau skip sem nú eru komin í notkun og eru í smíðum. Skip Dan-Unity munu sinna flutningum til Coda Terminal og Green Sand niðurdælingar verkefninu í Danmörku.
    Kunna blaðamenn Heimildarinnar ekki heimildaleit, eða er einhvert angenda hér í gangi að flyja rangar fréttir?
    https://dan-unity.dk/press-release-copenhagen-may-19-2021/
    https://dan-unity.dk/dan-unity-co2-is-able-to-order-worlds-first-vessels-capable-of-large-scale-co2-transportation/
    https://www.tge-marine.com/co2-carrier/dan-unity
    https://www.marinetraffic.com/en/ais/details/ships/shipid:9270050/mmsi:257874000/imo:9954230/vessel:NORTHERN_PATHFINDER
    https://www.marinetraffic.com/en/ais/details/ships/shipid:8943115/mmsi:257833000/imo:9954228/vessel:NORTHERN_PIONEER
    https://greensandfuture.com/
    0
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Það er ekkert samhengi milli varnarmála, ríkisútgjalda og pólítísku andrúmslofti annars vegar og svo þörf fyrirtækja til að draga úr losun sinni hins vegar. Ótrúlegt að blaðamaður Heimildarinnar láti fabúleringar Orra um þetta fara gagnrýnislaust í gegn. Heimildin sem traustur og gagnrýnin miðill er á hraðri niðurleið og bestu blaðamenn miðilsins flúnir,
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár