Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sunna Ósk og Bjartmar verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku

Sunna Ósk Loga­dótt­ir og Bjart­mar Odd­ur Þeyr Al­ex­and­ers­son voru verð­laun­uð fyr­ir frétta­skýr­ingu sína um Runn­ing Tide við af­hend­ingu Blaða­manna­verð­launa Blaða­manna­fé­lags Ís­lands fyrr í dag.

Sunna Ósk og Bjartmar verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku

Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson eru rannsóknarblaðamenn ársins 2024 og blaðamaður ársins er Freyr Gígja Gunnarsson. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru afhent í Grósku fyrr í dag. Þau eru veitt í fjórum flokkum – fyrir umfjöllun ársins, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamannaverðlaun ársins.

Verðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku fengu Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson fyrir fréttaskýringar um fyrirtækið Running Tide í Heimildinni.

„Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum. Rætt var við fjölda vísindamanna sem gagnrýndu vinnubrögð fyrirtækisins og þá var fjöldamargra gagna aflað við rannsóknina sem vörpuðu ljósi á hvernig bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu varðandi starfsemi Running Tide. Fyrirtækið hætti starfsemi sinni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um það leyti sem umfjöllun Heimildarinnar birtist,“ sagði í rökstuðningi dómnefndar. 

Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður á RÚV, fyrir fréttaskýringar sínar í Speglinum. Hann þótti sýna einstaka þrautseigju í að krefja stjórnvöld um svör í ýmsum fréttamálum og hafa dregið nýjar upplýsingar fram í dagsljósið í krafti upplýsingalaga og sett þær í samhengi. 

Eva Björk Benediktsdóttir á RÚV fékk verðlaun fyrir viðtal ársins 2024. Viðurkenninguna fékk hún fyrir viðtal sitt við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns og fyrrverandi sambýlismanns. 

Verðlaun fyrir umfjöllun ársins hlaut Berghildur Erla Bernharðsdóttir, á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin. 

Verðlaunahafar ársins 2024.

Fyrirvari: Hér er fjallað um mál er varða Heimildina með beinum hætti.
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Bravó....mest hef ég lesið eftir Sunnu...hugrök kona !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár