Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað

Hjól­hýsa­hverf­inu á Sæv­ar­höfða verð­ur fund­in ný stað­setn­ing í sam­ræmi við sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu nýs meiri­hluta í Reykja­vík. Fyrri borg­ar­stjóri sagði slíkt ekki koma til skoð­un­ar þannig að um stefnu­breyt­ingu er að ræða. „Okk­ur finnst mik­il­vægt að mæta þess­um hópi,“ seg­ir for­seti borg­ar­stjórn­ar.

Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað
Á óhirtu iðnaðarplani Alla jafna eru 17 til 20 hjólhýsi og húsbílar á Sævarhöfðanum, og íbúarnir enn fleiri. Mynd: Golli

Í samstarfsyfirlýsingu nýs meirihluta í Reykjavík er sérstaklega fjallað um „heimili á hjólum“ í kaflanum um húsnæðismál og til stendur að finna hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða nýjan stað. „Okkur finnst mikilvægt að mæta þessum hópi,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar.

Tæp tvö ár á iðnaðarplaninu

Íbúum hverfisins var tilkynnt þegar þeim var gert að flytja úr Laugardalnum að þau þyrftu aðeins að vera á Sævarhöfða í tvo til þrjá mánuði, en síðan eru liðnir 20 mánuðir – bráðum tvö ár. Hjólhýsabyggðin hefur þennan tíma verið á óhirtu iðnaðarplani við hlið 40 metra sílóa þar sem gamla sementsstöðin var áður til húsa. Komið var upp rafmagnstenglum og borga þau 15 þúsund krónur á mánuði fyrir aðgang að rafmagni. Aðra þjónustu er þar ekki að fá. Íbúar hafa síðustu misseri barist fyrir því að hjólhýsabyggðinni verði fundin mannsæmandi staðsetning og hafa þeir verið afar ósáttir við afstöðu fyrri borgarstjóra.

Sanna segir að fyrsta skrefið nú sé að heyra í þeim sem búa á Sævarhöfða „sem er óboðleg staðsetning, og útfæra þetta nánar í samráði við hjólabúa. Það er mjög mikilvægt að við finnum góða staðsetningu í nálægð við helstu samgöngur. Við sammæltumst um að það þyrfti að finna betri staðsetningu,“ segir hún og vísar til nýs meirihluta í Reykjavík. Hann er myndaður af fimm flokkum; Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum, Sósíalistaflokknum og Flokki fólksins, en fulltrúar þeirra tveggja síðastnefndu höfðu endurtekið krafist úrbóta fyrir íbúa hjólhýsabyggðarinnar en ekki fengið hljómgrunn. Þessir flokkar komu inn í meirihlutasamstarf í borginni í fyrsta skipti eftir að Framsókn sleit síðasta meirihluta í byrjun febrúar. 

Hjólabúar fagna

Nokkur ár eru síðan til varð lítið samfélag fólks sem býr í hjólhýsum eða húsbílum og hafðist við á tjaldsvæðinu í Laugardal í Reykjavík. Fyrst um sinn voru þau þar aðeins á veturna en viku fyrir ferðamönnum á sumrin. Þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði fengu þau að búa á svæðinu allt árið um kring, og borguðu leiguverð fyrir langtímastæði. Þegar ferðaþjónustan tók aftur við sér var ákveðið að framlengja ekki leigusamninga þeirra og þeim vísað burt, meðal annars með þeirri röksemdafærslu að það færi ekki saman að hafa íbúa og ferðamenn á sama svæðinu. 

Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, íbúi á Sævarhöfða og formaður Samtaka hjólabúa.

Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, íbúi á Sævarhöfða og formaður Samtaka hjólabúa, sem eru félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þeirra sem vilja búa á hjólum, í hjólhýsum eða húsbílum, segist fagna þeim fregnum að hjólhýsabyggðinni verði fundinn nýr staður. Enn hefur enginn fundur verið haldinn með íbúum um málið og veit hún því ekkert um framhaldið, en er vongóð. Geirdís, sem enn fremur er varaborgarfulltrúi Sósíalista, hefur harðlega gagnrýnt að borgin komi ekki til móts við fólk sem reynir að bjarga sér með því að búa í hjólhýsi, á húsnæðismarkaði þar sem er bæði dýrt og erfitt að fá íbúð.

Samhljómur hjá nýjum meirhluta

Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, gaf ekki kost á viðtali fyrir umfjöllun Heimildarinnar um hjólhýsabyggðina í desember heldur vísaði í fyrri orð sín um að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. Hann hafði meðal annars beint íbúunum á tjaldsvæði í nágrannasveitarfélögum og sagði að það væri ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi. 

„Það gengur ekki að þau séu þarna á Sævarhöfðanum
Sanna Magdalena Mörtudóttir
forseti borgarstjórnar

Sanna segist ekki geta svarað fyrir afstöðu fyrri meirihluta en mikill samhljómur sé í áherslum nýja meirihlutans vegna málsins: „Við sem komum að þessu samstarfi erum sammála um að það þurfi að finna betri staðsetningu fyrir þennan hóp. Það er mjög ánægjulegt að fara í þetta verkefni því það gengur ekki að þau séu þarna á Sævarhöfðanum.“

Hún segir nokkrar staðsetningar þegar vera til skoðunar en ekkert liggi hins vegar fyrir um hvorki endanlega staðsetningu né hvenær íbúarnir geti flutt hýsin á nýjan stað. „En vonandi gengur þetta hratt og örugglega,“ segir Sanna. 

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hjólhýsabyggðin

Íbúi telur borgina bera ábyrgð vegna brunans
FréttirHjólhýsabyggðin

Íbúi tel­ur borg­ina bera ábyrgð vegna brun­ans

Kona sem missti heim­ili sitt vegna elds­voð­ans á Sæv­ar­höfða í vik­unni seg­ir Reykja­vík­ur­borg bera mikla ábyrgð. Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar hefði ver­ið lof­að að þeir fengju al­menni­legt svæði en ekki hefði ver­ið stað­ið við það. „Mað­ur bara velt­ir fyr­ir sér hvað þurfi eig­in­lega að ger­ast til að menn vakni,” seg­ir vara­borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.
Við erum ekkert „trailer trash“
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
4
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár