Borguðu hálfa milljón fyrir eina eldavél á Bessastöðum

Kostn­að­ur við kaup á eld­hús­tækj­um í bú­stað for­seta Ís­lands nam 1,6 millj­ón­um króna, en að­eins voru þrjú tæki keypt. Þar á með­al var ís­skáp­ur og fryst­ir fyr­ir hátt í átta hundruð þús­und krón­ur. Tæk­in eru fyr­ir einka­eld­hús for­seta á Bessa­stöð­um.

Borguðu hálfa milljón fyrir eina eldavél á Bessastöðum
Nýtt og betra Endurbæturnar sem gerðar voru á bústað forseta Íslands á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir króna í heildina. Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn voru innréttingar og uppsetning á þeim. Mynd: Golli

Aðeins eitt af hverju heimilistæki var keypt inn fyrir opinberan bústað forseta Íslands á Bessastöðum í nýafstöðnum framkvæmdum þar. Þetta kemur fram í upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um framkvæmdirnar.

Heimildin greindi frá því 10. febrúar síðastliðinn að kostnaður við framkvæmdirnar hafi í heild numið 120 milljónum króna, sem er töluvert meira en upphaflega hafði verið ráðgert. Stærstur hluti kostnaðarins voru „innréttingar og uppsetning á þeim“ upp á samtals 45,5 milljónir króna. 

Það vakti einnig athygli að eldhústæki að andvirði 1.657.377 króna voru keypt vegna endurbótanna. Keypt voru, samkvæmt yfirliti frá ráðuneytinu, nýr ísskápur og frystir fyrir 782 þúsund krónur, gaseldavél með ofni fyrir 525 þúsund krónur og uppþvottavél sem kostaði 350 þúsund krónur.

Samkvæmt svari við fyrirspurn Heimildarinnar sem send var í kjölfar upphaflegs svars og yfirlits ráðuneytisins, mun aðeins eitt af hverju þessara tækja hafa verið keypt. Það voru því greiddar 782 …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hver er "fréttin"?
    0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Það kostaði 5.700.000 kr að flytja búslóð hjónanna á nýja heimilið. Þó ég tæki eitt 0 af og upphæðin væri 570.000 kr þætti mér það óheyrilega dýrt. Hvað þá 5.700.000 kr. Þetta er stórskrítið.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Heildartalan er há, skil ekki alveg í hverju hún liggur, tækin í mitt eldhús kostuðu yfir tvær milljónir. Nýtt eldhús með innréttingum frá Eirvík kostaði um 6 milljónir og uppsetning innifalin.
    1
  • Sigtryggur Jónsson skrifaði
    Er þetta frétt? Gaseldavél upp á rúmar 500 þús. krónur er t.d. bara nokkuð ódýr gaseldavél.
    1
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Ekkert á móti því að vel fari um forsetann okkar. En eldavélin er ansi dýr og ætli sé mikið eldað? Mín skoðun er að við þjóðin ættum að gá að sjá myndir, eldhús getur varla talist mjög persónulegt ❤️🐈❤️
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár