„Þú færð mig ekki til að segja að þetta fólk sinni störfum sínum ekki af alúð,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, um þá sem sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja og hafa pólitísk tengsl. Hann vill hins vegar ekki lengur að það ráði úrslitum um skipan í stjórnir stórra ríkisfyrirtækja, hvaða pólitísku tengingar það hafi.
Nýjar reglur um hvernig velja á fólk í stjórnir stærstu fyrirtækjanna fela í sér að sérstakar valnefndar séu látnar finna hæfasta fólkið. Það er meðal annars gert til að koma í veg fyrir að flokksskírteini ráði úrslitum um hver fær stjórnarsæti.
Daði segir að hlutverk stjórnarfólks sé skýrt: að gæta hagsmuna fyrirtækisins og eiganda þess. Í þessu tilviki er eigandinn ríkið. „Það er óheppilegt að þeir hafi annan herra en það,“ segir ráðherrann. „Við getum sagt að það hefur í gegnum tíðina og tíðkaðist á íslandi í gegnum …
Athugasemdir