Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Daði vill hæft stjórnarfólk en ekki pólitískar skipanir

Daði Már Kristó­fers­son fjár­mála­ráð­herra, seg­ir að í gegn­um ára­tug­ina hafi tíðk­að á Ís­landi að velja í embætti eft­ir póli­tísk­um lín­um. Nýj­ar regl­ur hans um val á stjórn­um stærstu rík­is­fyr­ir­tækj­anna eigi að rjúfa þessa hefð og tryggja að hæf­asta fólk­ið sé val­ið til verka.

Daði vill hæft stjórnarfólk en ekki pólitískar skipanir
Jákvæð breyting Daði Már vill meina að nýja leiðin hans sé betur til þess fallin að fá hæft fólk til starfa, frekar en fólk með góðar pólitískar tengingar. Mynd: Golli

„Þú færð mig ekki til að segja að þetta fólk sinni störfum sínum ekki af alúð,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, um þá sem sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja og hafa pólitísk tengsl. Hann vill hins vegar ekki lengur að það ráði úrslitum um skipan í stjórnir stórra ríkisfyrirtækja, hvaða pólitísku tengingar það hafi.

Nýjar reglur um hvernig velja á fólk í stjórnir stærstu fyrirtækjanna fela í sér að sérstakar valnefndar séu látnar finna hæfasta fólkið. Það er meðal annars gert til að koma í veg fyrir að flokksskírteini ráði úrslitum um hver fær stjórnarsæti.

Daði segir að hlutverk stjórnarfólks sé skýrt: að gæta hagsmuna fyrirtækisins og eiganda þess. Í þessu tilviki er eigandinn ríkið. „Það er óheppilegt að þeir hafi annan herra en það,“ segir ráðherrann. „Við getum sagt að það hefur í gegnum tíðina og tíðkaðist á íslandi í gegnum …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár