Ég met stöðuna grafalvarlega. Við erum í rauninni að horfa upp á baráttu um þennan frjálsa heim sem við viljum búa í. Því fleiri yfirlýsingar sem falla, bæði vestanhafs en líka í Rússlandi, því meira undirstrikar þetta að við þurfum að passa upp á það sem okkur er kært og þessi gildi sem við höfum staðið fyrir um frelsi, lýðræði, frið og mannréttindi. Þetta er að verða ekki sjálfgefið í heiminum.“
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við Heimildina um þá stöðu sem komin er upp í alþjóðastjórnmálum eftir vendingar síðastliðinna daga.
Hún segir þó að Íslendingar eigi ekki að vera hræddir. „En við eigum að vera á varðbergi og tilbúin. Það er ljóst að hver einasti dagur sem líður eru varnir og öryggi Íslands meira og meira í fókus. Eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um.“ Íslensk stjórnvöld stundi sína hagsmunagæslu af fullum krafti, bæði vestanhafs …
Athugasemdir (1)